fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Ómar nýr forstjóri Securitas

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 19. júní 2017 15:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ómar Svavarsson forstjóri Securitas.

Ómar Svavarsson hefur verið ráðinn forstjóri Securitas. Hann tekur við starfinu af Guðmundi Arasyni sem lætur af störfum eftir að hafa starfað hjá félaginu um árabil. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Ómar var framkvæmdastjóri sölu og ráðgjafar hjá Sjóvá. Hann var áður forstjóri Vodafone á árunum 2009 til 2014. Ómar er viðskiptafræðingur með Cand Oecon frá Háskóla Íslands.

Guðlaug Kristinsdóttir stjórnarformaður Securitas segir við tilefnið:

Starfsemi Securitas er að taka miklum breytingum með aukinni áherslu á upplýsingatækni og rafrænni þjónustu við viðskiptavini. Það er því mikill fengur fyrir félagið að fá Ómar til liðs við okkur sem hefur umfangsmikla reynslu af störfum á fjarskipta‐ og tryggingamarkaði þar sem þróunin í tækni og þjónustu hefur verið hvað örust. Við bindum miklar vonir við að ráðning hans muni enn frekar tryggja stöðu Securitas sem leiðandi fyrirtæki á sínu sviði á tímum örra breytinga og þróunar á markaði. Ómar tekur við öflugu og sterku félagi og ég vil fyrir hönd stjórnar félagsins þakka fráfarandi forstjóra Guðmundi Arasyni fyrir að hafa leitt uppbyggingu félagsins og stýrt því farsællega í gegnum ýmsar áskoranir á undanförnum árum. Nýr forstjóri tekur við góðu búi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki