fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

„Miklar hamfarir hafa gengið yfir atvinnulíf okkar Skagamanna“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 6. júní 2017 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA.

Í dag var greint frá því að sjávarútvegsfyrirtæki HB Grandi, sem tilkynnt hefur um lokun botnfiskvinnslu fyrirtækisins á Akranesi, að boðið verði upp á rútuferðir frá Akranesi til Reykjavíkur þar sem vinnslan verður staðsett fyrir það starfsfólk sem ætlar halda áfram að starfa við vinnsluna en búa áfram uppi á Skaga. Þetta er Vilhjálmi Birgissyni, formanni Verkalýðsfélags Akraness tilefni til þess að skrifa pistil sem birtist á Pressunni. Þar fer hann yfir atvinnuhorfur á umráðasvæði verkalýðsfélagsins og er hann ekki bjartsýnn.

Vilhjálmur telur það jákvætt að HB Grandi ætli að bjóða starfsfólki upp á rútuferðir en það séu ekki margir sem hafa færi á að þiggja vinnu í Reykjavík og ferðast á milli. Það feli í sér 2 tíma lengingu á vinnudeginum, ógreidda. Þeir sem eigi börn í leik- og grunnskólum eigi auk þess erfitt með að vinna í Reykjavík.

Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Þegar ákvörðun um að loka bolfiskvinnslu HB Granda á Akranesi var tekin var 86 manns sagt upp störfum. Þessum hópi hefur verið boðið að þiggja störf í Reykjavík en samkvæmt frétt Vísis um málið hafa fáir þegið það boð og nokkrir sagt upp störfum frá því að tilkynningin um lokun vinnsluna var gefin út.

Það hefur verið skammt stórra högga á milli hjá Akurnesingum þegar kemur að atvinnumálum að sögn Vilhjálms. Frá því að Grandi og Haraldur Böðvarsson sameinuðust og til varð HB Grandi hefur störfum á Skaganum fækkað um nærri 350 segir Vilhjálmur, Sementsverksmiðjan hafi lokað árið 2011 en þar störfuðu þegar mest var um 180 manns.

Á þessu sést hversu miklar hamfarir hafa gengið yfir atvinnulíf okkar Skagamanna og nú er svo komið að ekki verður lengur unað við þessa þróun. Enda hefur þessi skerðing á atvinnumöguleikum okkar Skagamanna margvísleg áhrif eins og t.d. á tekjur sveitarfélagsins og alla verslun og þjónustu í bænum,

segir Vilhjálmur í pistli sínum á Pressunni.

En ógnin steðjar að fleiri greinum en sjávarútvegi að mati verkalýðsforkólfsins. Erfiðlega hefur gengið að semja um raforkuverð milli stóriðju á Grundartanga og Landsvirkjunar. Elkem og Landsvirkjun hafa enn ekki samið en núverandi samningur rennur út í mars árið 2019.

Það er ljóst að Landsvirkjun er að fara fram á umtalsverða hækkun á raforkuverði sem getur hæglega ógnað samkeppnis- og rekstrargrundvelli stóriðjufyrirtækjanna á Grundartanga. Ef það gerist þá getum við Akurnesingar slökkt ljósin því þá er ekkert eftir hvað atvinnu varðar,

segir Vilhjálmur að lokum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun