fbpx
Sunnudagur 19.maí 2019
Eyjan

Costco þjarmar að Bónus og Krónunni – Með þriðjung heildarveltu á dagvörumarkaði

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 2. júní 2017 09:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er búið að vera mikið að gera í Costco. Mynd/Sigtryggur Ari

Verslun Costco í Kauptúni í Garðabæ hefur vægast sagt fengið góðar viðtökur hjá íslenskum neytendum. Svo góðar hafa viðtökurnar verið að vísbendingar eru um að Costco hafi velt þriðjungi allrar heildarveltu á dagvörumarkaði frá því að verslunin opnaði á þriðjudeginum í síðustu viku.

Samkvæmt tölum Meniga og upplýsingum sem greint er frá í Fréttablaðinu í dag var veltan í Costco 32% af heildarveltu dagvörumarkaðar á Íslandi. Þetta er meira en Bónus, sem rekur 32 verslanir um allt land og veltir 28% af dagvörumarkaðnum.

Þó skal hafa í huga að Costco selur meira en einungis dagvöru og því er samanburðurinn ekki að fullu sambærilegur, en markaðshlutdeildin er töluvert meiri en keppinautar Bónuss og Krónunnar hafa haft fram til þessa.

Skýrsla frá 2016 spáði fyrir um veruleg áhrif

Fram kom í skýrslu Zenter sem kom út síðasta sumar að verslun Costco muni hafa veruleg áhrif á rekstur innflutningsfyrirtækja og heildsala hér á landi. Áhrifin á þá aðila verða jafnvel meiri en á aðra smásöluaðila. Stærð og umfang Costco gefi versluninni gríðarlegt vald í samskiptum við birgja og getur fyrirtækið því náð innkaupaverði sem aðrir smásalar geta illa keppt við.

Ýkt viðbrögð

Jón G. Hauksson ritstjóri Frjálsrar verslunar sagði í þættinum Eyjan í byrjun maí að hann finndi fyrir titring í viðskiptalífinu og það væri hræðsla við að Costco muni umbylta smásölumarkaðnum:

Ég held því hins vegar fram að hér sé um ýkt viðbrögð að ræða. Þeir eiga vissulega eftir að koma og sýna sig og sanna, og það á eftir að koma í ljós hvort Íslendingar sem neytendur aki suður í Garðabæ, fari þar að kaupa bensín. Þetta eru um 16 dælur. Ferðu þangað í Garðabæinn fyrir einhverjar fáeinar krónur? Það þarf þá að vera mjög mikið. Og sömuleiðis tel ég að þeir þurfi þá að koma með allt annars konar verð heldur en sést annarsstaðar.

Áhrif Costco oftúlkuð

Jón Björnsson forstjóri Festi hf., sem m.a. á Krónuna og Elko sagði í lok apríl að menn hafi verið að oftúlka áhrif Costco:

Menn eru að tala um mjög breyttar aðstæður með tilkomu Costco. Þetta er nú bara ein búð, þótt hún verði að vísu stór. Við höfum vitað af áformum Costco um að koma hingað í þrjú eða fjögur ár og ekki verið neitt taugaveiklaðir vegna þeirra áforma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Siðapostular Alþingis: Ásökun um fjárdrátt trompar ásakanir um þjófnað og kynferðislega áreitni

Siðapostular Alþingis: Ásökun um fjárdrátt trompar ásakanir um þjófnað og kynferðislega áreitni
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Strætó fengið yfir 26 milljarða í styrki frá árinu 2012 – Notkunin stendur í stað

Strætó fengið yfir 26 milljarða í styrki frá árinu 2012 – Notkunin stendur í stað
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Áslaug Arna: „Ég vil verða forsætisráðherra“

Áslaug Arna: „Ég vil verða forsætisráðherra“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Forsetahjón taka þátt í aldarafmæli þjóðræknisfélaga í Vesturheimi

Forsetahjón taka þátt í aldarafmæli þjóðræknisfélaga í Vesturheimi
Eyjan
Fyrir 3 dögum
Ríki í ríkinu