fbpx
Laugardagur 25.maí 2019
Eyjan

Costco staðfestir að menn hafa komist upp með ofurálagningu

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 22. maí 2017 10:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verslun Costco opnar kl.9 á morgun í Kauptúni í Garðabæ, bensínstöð Costco opnaði um helgina. Mynd/Sigtryggur Ari

„Þetta er mikið uppbrot á þeim fákeppnismarkaði sem íslenski olíumarkaðurinn er og við höfum séð það að félögin hafa fylgst mjög vel að og það hefur myndast svona eitthvað þegjandi samkomulag um verðmyndun á markaðnum og það er ekki langt síðan samkeppniseftirlitið birti mjög viðamikla og vandaða skýrslu um olíumarkaðinn hér heima og fór þá líka í greiningu á hvernig viðskiptin gerðust í öðrum löndum og þar mátti lesa þau módel sem við höfum verið að sjá hjá Costco þar sem stærri markaðir, til að mynda í Bretlandi, hafa opnað bensínstöðvar við sína útsölustaði og bjóða viðskiptavinum sínum upp á umtalsvert ódýrara verð en áður var og þessi innkoma þeirra inn á þennan markað á Bretlandi sem dæmi hefur haft þau áhrif að eldsneytisverð almennt og álagning almennt hefur snarlækkað. Og þessar tölur sem við erum að sjá núna og mörgum finnst örugglega ótrúlegar, því þetta er þrjátíu krónum undir svona algengu verði á þjónustustöðvum, þetta er samt í samræmi við það sem kom fram í gögnum skýrslunnar og líkt og við höfum verið að hamra á á undanförnum árum í samanburði við okkar nágrannalönd.“

Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB.

Þetta sagði Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda í þættinum Bítið á Bylgjunni nú í morgun, ræddi hann þar möguleg áhrif Costco á íslenskan eldsneytismarkað. Costco hóf sölu á eldsneyti um helgina og er verðið fyrir hvern lítra af bensíni 169,9 krónur en fyrir hvern lítra af dísilolíu 164,9 krónur, sem er mun lægra verð en hin olíufélögin bjóða viðskiptavinum sínum. Sagði Brett Vigelskas, framkvæmdastjóri Costco, í samtali við Fréttablaðið í dag að þetta verð sé ekki tilboð heldur að það sé komið til að vera. Runólfur segir að Costco sé að selja sama bensín og allir hinir hér á landi, bensín sem kemur upphaflega frá Statoil og er geymt í birgðatönkum hér á landi. Hingað til hafa menn hins vegar komist upp með ofurálagningu:

Menn hafa komist upp með ofurálagningu sem þýðir að menn hafa ekki verið, eins og í eðlilegu rekstrarumhverfi, að skera frá fitu. Við sjáum allar þessar offjárfestingar í bensínstöðvum enda með ólíkindum hvað eru margar bensínstöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Við tókum eitt sinn talningu á því, ef við tökum klukkutíma göngufjarlægð frá Landspítalanum, þá eru yfir tuttugu bensínstöðvar. Þetta er alveg ofboðslegt framboð, sem hver borgar fyrir? Við, sem neytendur,

sagði Runólfur.

Skipulagsyfirvöld hafa lagt stein í götu samkeppni

Ólafur Arnarson formaður Neytendasamtakanna tók undir með Runólfi og bætti við að það væri ekki bara fjöldi bensínstöðva hér á landi heldur væru þetta meiriháttar mannvirki:

Þú sérð ekki svona bensínstöðvar í öðrum löndum. Þetta eru meiriháttar mannvirki á stóru landflæmi víða. Það verður að segjast eins og er að samkeppni hér í höfuðborginni hefur ekki verið mikil og náttúrulega ekki nein samkeppni af ráði og skipulagsyfirvöld hafa lagt stein í götu samkeppni með því að heimila ekki stórmörkuðum að opna litlar bensínstöðvar á bílaplaninu hjá sér,

Mynd/DV

sagði Ólafur. Stórmarkaðir hafi áformað að byggja litlar bensínstöðvar en hafi fengið neitun frá skipulagsyfirvöldum í Reykjavík.

Taka alltaf við sér á endanum

Runólfur segir að þrátt fyrir harmakvein í dag þá komi eldsneytisfyrirtæki til með að taka við sér og lækka verð vegna umræðunnar. Til dæmis þegar Irving Oil hafi íhugað að opna hér bensínstöð, þá hafi markaðurinn tekið við sér einungis vegna umræðunnar, í kjölfarið hafi fyrsta sjálfsafgreiðslustöðin litið dagsins ljós. Harmakvein um að verðlagning erlendra aðila sé of lág standist ekki skoðun til lengri tíma, þeir taki ávallt við sér á endanum:

Mér er minnisstætt fyrir um tuttugu árum þegar hér kom inn á markaðinn erlent tryggingafélag sem bauð upp á ökutækjatryggingar með 30% lægri iðngjöld en hafði verið boðið fram að því. Fyrstu viðbrögð voru strax að þetta væri ekki hægt og þeir gætu þetta ekki, það liðu örfáir dagar og þá voru öll félögin búin að lækka sig niður um 20 til 25%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Nýtt málþófsmet hjá Miðflokknum

Nýtt málþófsmet hjá Miðflokknum
Eyjan
Í gær

Sigmundur Davíð: „Ég er ánægður með að það hafi komið eðlileg niðurstaða í málið“

Sigmundur Davíð: „Ég er ánægður með að það hafi komið eðlileg niðurstaða í málið“
Eyjan
Í gær

Úrskurður Persónuverndar í Klaustursmáli Báru Halldórsdóttur – Upptökur ólöglegar en ekkert samsæri

Úrskurður Persónuverndar í Klaustursmáli Báru Halldórsdóttur – Upptökur ólöglegar en ekkert samsæri
Eyjan
Í gær

Útrásarvíkingar toppuðu Everest – Lýður náði alslemmu – Tveir létu lífið

Útrásarvíkingar toppuðu Everest – Lýður náði alslemmu – Tveir létu lífið