fbpx
Laugardagur 25.maí 2019
Eyjan

Segja vaxtalækkunina aumingjalega: „Þetta er komið gott!“

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 17. maí 2017 15:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Samsett mynd/DV

Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR koma til með að setjast niður á næstunni og skipuleggja aðgerðir í ljósi 0,25% stýrivaxtalækkun Seðlabankans. Líkt og Eyjan greindi frá í gær þá voru þeir Vilhjálmur og Ragnar Þór að íhuga kröftug mótmæli ef Seðlabankinn lækkaði ekki vextina, í morgun var svo greint frá því að vextir yrðu lækkaðir úr 5% niður í 4,75%. Það er ekki nóg að mati Vilhjálms:

Ég skal fúslega viðurkenna að þessi lækkun er ósköp aumingjaleg enda var að mínu áliti full ástæða að lækka vexti um 1% eða meira,

segir Vilhjálmur á Fésbók. Fram kom í yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabankans í morgun að horfur séu á hröðum hagvexti í ár eins og í fyrra, spenna á vinnumarkaði og í þjóðarbúskapnum í heild hefur því aukist þrátt fyrir aukinn innflutning vinnuafls og kröftugan framleiðnivöxt.  Á móti aukinni spennu vegi hækkun gengis krónunnar en skýr merki um aukna spennu í þjóðarbúskapnum kalli á peningalegt aðhald svo að tryggja megi verðstöðugleika til meðallangs tíma.

Vilhjálmur og Ragnar Þór hyggjast setjast niður og ræða hvað skal gera, segir Ragnar Þór á Fésbók:

Þetta er það sem við spáðum Villi. Nú þurfum við að setjast niður og skipuleggja aðgerðir. Þetta er komið gott!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Nýtt málþófsmet hjá Miðflokknum

Nýtt málþófsmet hjá Miðflokknum
Eyjan
Í gær

Sigmundur Davíð: „Ég er ánægður með að það hafi komið eðlileg niðurstaða í málið“

Sigmundur Davíð: „Ég er ánægður með að það hafi komið eðlileg niðurstaða í málið“
Eyjan
Í gær

Úrskurður Persónuverndar í Klaustursmáli Báru Halldórsdóttur – Upptökur ólöglegar en ekkert samsæri

Úrskurður Persónuverndar í Klaustursmáli Báru Halldórsdóttur – Upptökur ólöglegar en ekkert samsæri
Eyjan
Í gær

Útrásarvíkingar toppuðu Everest – Lýður náði alslemmu – Tveir létu lífið

Útrásarvíkingar toppuðu Everest – Lýður náði alslemmu – Tveir létu lífið