fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Efasemdir um höfn við Finnafjörð

Egill Helgason
Föstudaginn 25. júlí 2014 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haukur R. Hauksson, kennari við Tækniskólann, skrifar athyglisverða hugvekju um risahöfn við Finnafjörð á Norð-Austurlandi í Fréttablaðið. Margt er á huldu um þessar framkvæmdir, nema hvað stjórnmálamen nefna þær í hátíðarræðum og erlent fyrirtæki virðist hafa áhuga. Samkvæmt heimildum er þetta ekkert smáræði, heldur viðlegukantur sem gæti orðið allt að 5 kílómetrar.

Sagt er að þarna verði gámahöfn, olíuhöfn, umskipunarhöfn og efnisgeymsluhöfn vegna námavinnslu á Grænlandi.

Haukur R. Hauksson skrifar:

Gríðarleg tækifæri fyrir Íslendinga er upphrópunin. Í hverju felst þetta tækifæri? Ef hið erlenda fyrirtæki á landsvæðið sem um ræðir er ekki um nein hafnargjöld að ræða og engin fasteignagjöld því gámar eru ekki geymdir inni í húsi. Menn verða ráðnir á verkamannalaunum á lyftara, taka rusl frá skipunum o.s.frv. Höfnin hlýtur að vera á frítollasvæði. Ekki opna tollarar og tolla hvern gám sem settur er á land, eða hvað? Varla byggja menn sér hús á lúsarlaunum á Bakkafirði eða Þórshöfn? Er þá ekki nærtækast að starfsmenn búi inni á frísvæðinu í gámum? Skipafélögin og eigendur hafnarinnar greiða skatta og skyldur í heimalandi sínu, svo allt nema verkamannalaunin situr eftir hér, ef um innlendan starfskraft er að ræða. En aðalgulrótin er sú, að hinir erlendu sérfræðingar gera ráð fyrir að verðlag lækki hér á landi við umskipunina. Hvernig það má vera er mér hulin ráðgáta.

Stóru álitamálin tengjast ekki síst mengun sem af þessu getur stafað, eins og Haukur bendir á:

Að hleypa hundruðum skipa frá Asíu upp að landi gæti fært okkur ógrynni af hér áður óþekktum land- og sjávardýrum, s.s. kröbbum, rottum, skordýrum o.fl. Einnig gæti landbúnaðinum stafað hætta af smitsjúkdómum í skepnur, myglusveppi og jarðvegspöddum. Hér er fólk tekið með pylsupakka í tollinum, en nú á að hleypa þúsundum óskoðaðra gáma á land sem enginn veit hvað innihalda eða geta borið með sér við uppskipun á land. Og hvað með slys, olíumengun, árekstra, eld og allt það er getur komið upp á? Hvar verður allt rusl er til fellur frá skipunum urðað? Er ekki einnig mál að halda einum gjöfulustu fiskimiðum heims hreinum? Hér um árið tók fleiri mánuði að fá niðurstöður um áhrif byggingu brúar yfir Gilsfjörð, þar sem brúarstólparnir gætu raskað ró nokkurra varpfugla við brúarendana, en nú er í lagi að steypa heilan fjörð, sem er óafturkræf aðgerð og skaðar allt og alla nema erlenda hafnareigendur. Í þjóðarbúið myndi þetta engu skila, það eitt er alveg á hreinu. Engin Evrópuþjóð myndi í dag fórna slíkri náttúruperlu og þarna um ræðir undir svona framkvæmd og það fyrir enga arðsemi. 

finnafjordur-mynd

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt