fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019
Eyjan

Harpa og hallinn

Egill Helgason
Laugardaginn 4. ágúst 2012 10:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það þýðir ekki að berja höfðinu í steininn varðandi tónlistarhúsið Hörpu.

Húsið er stórt og dýrt á íslenskan mælikvarða.

Það er fjarskalega vel heppnað að mörgu leyti. Þetta er falleg bygging – gaman að horfa á hana frá ýmsum sjónarhornum. Tónleikahald þar hefur tekist einstaklega vel. Stóri tónlistarsalurinn, Eldborg, hefur sérlega góðan hljómburð. Aðsókn að tónleiknum Sinfóníuhljómsveitarinnar hefur tvöfaldast, þarna hafa verið settar upp óperusýningar sem hafa slegið í gegn, dægurtónlistarmenn leika í Hörpu fyrir fullu húsi – frægir listamenn frá útlöndum hafa fjölmennt í húsið. Í sumum tilvikum var ekki grundvöllur fyrir tónleika þeirra fyrr en Harpa kom til sögunnar.

Fjöldi gesta í húsið staðfestir þessa velgengni – það er sagt að 250 þúsund manns hafi sótt menningarviðburði í húsinu frá opnun – í erlendum fjölmiðlum hefur það verið hlaðið lofi og talað um það sem tákn um endurreisn Íslands.

Og það er væntanlega meira en tákn um endurreisn – hús af þessu tagi verða tákn borga og eru mikilvæg sem slík.

En svo kemur hitt að tæpast er hægt að reka svona hús á Íslandi nema með tapi. Í Kaupmannahöfn byggðu þeir mörg stór menningarhús á stuttu tímabili – borgin á í mestu vandræðum með að halda þeim opnum. Harpa mun væntanlega alltaf vera í einhverjum mínus – það er takmarkað hvað hægt er að gera ráð fyrir miklum tekjum af bílastæðum og veitingum. Ráðstefnuhald gæti reyndar skilað meiri tekjum þegar búið er að byggja hótel við hliðina á húsinu – en það má ekki verðleggja salarkynnin þannig að tónlistarfólk flæmist burt.

Mér skilst að verði söguleg sátt þegar Bubbi heldur tónleika sína á Þorláksmessu í Hörpu.

Við styrkjum menningu í landinu með ýmsum hætti. Það er ljóst að Hörpu þarf líka að styrkja. En svo er hægt að kippa einföldum hlutum í liðinn eins og að húsið þurfi ekki að greiða 336 milljónir í fasteignagjöld.

Þetta hafa einhverjir kontóristar ákveðið, en það sér hvert mannsbarn að starfsemin stendur ekki undir slíkum gjöldum. Eða hvað þarf að halda marga tónleika til að afla 336 milljóna? Það væri forvitnilegt til samanburðar að vita hvað stofnanir eins og Þjóðleikhúsið, Listasafn Íslands og Borgarleikhúsið greiða í fasteignagjöld.

Til samanburðar má nefna að 407 milljón króna halli er áætlaður á Hörpu þetta árið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“