fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Öryggistilfinning í Color run

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 8. júní 2018 16:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að þeir sem leggi leið sína í miðbæ Reykjavíkur á morgun, laugardag, muni um leið finna til óvenju mikillar öryggistilfinningar, umfram það sem venjulegt gæti talist. Ástæðan er þó ekki sú að búið sé að koma í veg fyrir svifryksmengun, útrýma geitungum, eða skipta um forseta Bandaríkjanna, heldur á öryggistilfinningin sér öllu hefðbundnari, en mögulega nokkuð áhyggjufyllri skýringu.

Á laugardag er hið árlega Color run haldið, þar sem þúsundir manns borga stórfé fyrir að hlaupa um og láta henda í sig litasprengjum. Í fyrra hlupu um 11.000 manns og greiddu að minnsta kosti um 60 milljónir alls fyrir fjörið. Á árunum 2015-2017 var 16 milljónum veitt til ýmissa góðgerðarstarfssemi, en samkvæmt heimasíðu er ekki um góðgerðarfélag að ræða, heldur viðburðarfélag. Ekki er að sjá á heimasíðunni að einhverju fé verði úthlutað til góðgerðarstarfssemi í ár.

En aftur að öryggistilfinningunni.

Orðið á götunni er að haldið verði uppi þeirri hefð hjá Ríkislögreglustjóra frá því í fyrra, að vera með sérsveitarmenn meðal almennings, jafnvel í borgaralegum klæðnaði, með skotvopn. Í fyrra var ástæðan sögð viðbragð við áhættumati, en þá höfðu hryðjuverk í London nýlega átt sér stað. Og allur er varinn góður í ár.

En athygli skal vakin á því, að þó litasprengjur verði í boði Color run, munu alvæpni sérsveitarmanna þó ekki vera litboltabyssur (paintball).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Opinberar smáatriðin í stórfurðulegum samning sem hann og kærastan hafa gert með sér

Opinberar smáatriðin í stórfurðulegum samning sem hann og kærastan hafa gert með sér
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum
Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Dæmd fyrir líkamsárás á hvort annað

Dæmd fyrir líkamsárás á hvort annað
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Verk og vit sett með pomp og prakt

Verk og vit sett með pomp og prakt