fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024

Fagráðinn borgarstjóri ?

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 27. maí 2018 14:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að nýr borgarstjóri muni líta dagsins ljós eftir meirihlutaviðræður framboðanna í Reykjavík. Ljóst er að Viðreisn hefur öll spil á hendi sér, flokkurinn er í oddastöðu og getur myndað meirihluta bæði til hægri og vinstri. Flokkar í þannig aðstöðu geta því gjarnan komið með allskyns kröfur, sem allajafna snúast um borgarstjórastólinn og 1-2 málefni sem ráðist verði í. Stundum snúast þau um hégómalegri málefni, eins og að fá hornskrifstofur með litlum kæli.

Hægri meirihluti væri Eyþór, Sjálfstæðisflokki, Vigdís Hauks, Miðflokki, Þórdís Lóa og Pawel hjá Viðreisn og Kolbrún Baldursdóttir, Flokki fólksins. Það væru 12 af 23 borgarfulltrúum af listum flokkanna.

Eyþór þyrfti að gefa eftir borgarlínuna til Viðreisnar til að verða borgarstjóri, sem og semja um velferðarmálin við Kolbrúnu. Eins og Eyþór talaði um borgarlínuna yrði það samt meiriháttar ósigur og því ólíkleg niðurstaða. Vigdís Hauks gæti einnig sett borgarstjórastólinn sem skilyrði fyrir samvinnu. Líklegast yrði Viðreisn ekki hrifin af þeirri málalyktan og mun Vigdís því ekki standa fast á þeirri kröfu. Þórdís Lóa hjá Viðreisn býr að reynslu sinni sem fyrrum starfsmaður borgarinnar og sem formaður Félags kvenna í atvinnulífinu. Hinsvegar er erfitt að túlka niðurstöður kosninganna þannig að það sé vilji almennings að hún verði borgarstjóri, það yrðu alltént rök Eyþórs og Vigdísar.

Orðið á götunni er að hugsanlega þyrfti því að leita útfyrir framboðin að borgarstjóra, ef slík pattstaða kæmi upp. Nokkuð var rætt um þann möguleika í byrjun árs að ráða ætti borgarstjóra, en sú umræða náði ekki að skila sér að ráði inn í kosningabaráttuna. Slík niðurstaða ætti þó að friða minnihlutann, sem og höfða til breiðari hóps borgarbúa heldur en atkvæðafjöldinn á bak við hægri framboðin.

Spurningin er þá bara hver ?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Samtal Liverpool við Slot virkt

Samtal Liverpool við Slot virkt
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ten Hag tapaði sér við blaðamenn í dag – „Til skammar“

Ten Hag tapaði sér við blaðamenn í dag – „Til skammar“