fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024

Titringur

Orðið
Miðvikudaginn 14. febrúar 2018 12:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að aldrei sé jafn miklvægt og rétt fyrir kosningar að sýna pólitísk klókindi. Kusk á hvítflibbann er einfaldlega ekki í boði. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri virðist hafa gleymt þessum vísdómi þegar hann vísaði Eyþóri Arnalds á dyr á fundi í Höfða með forystumönnum í borginni með þingmönnum.  Segja má að Dagur hafi gengið í ákveðna gildru en vissulega var hann í fullum rétti að gera athugasemd við viðveru Eyþórs, sem getur vart talist framámaður í borginni á meðan hann hefur ekki náð kjöri.  Skynsamlegra, út frá pólitísku sjónarhorni, hefði hins vegar verið að láta atvikið átölulaust.

Annars birtir Viðskiptablaðið athyglisvert viðtal við Eyþór, sem hafði nokkuð stór orð fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins að það færi ekki saman að vera í stjórnum stórfyrirtækja og í borgarstjórn. Það er áreiðanlega satt og rétt. Í umræddu viðtali dregur Eyþór hins vegar örlítið í land með fyrri fullyrðingar og segir að það komi vel til greina að hann segi sig úr stjórn Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins. Í síðasta mánuði sagði hann afdráttarlaust að  hann teldi það rétt að losa sig út úr fjöl­miðlarekstri ef hann yrði kjör­inn borg­ar­full­trúi.

Sá tími er auðvitað ekki kominn en Eyþór bendir á að hann hafi þegar sagt sig úr stjórnum iðnfyrirtækja. Kröfur á hann séu undarlegar í ljósi þess að sveitarstjórnarmenn hafi verið í alls konar rekstri og þingmenn hafa átt í fjölmiðlum og eigi jafnvel enn.

Orðið á götunni er að Eyþór hafi nokkuð til síns máls. Þingmenn og sveitastjórnarmenn séu oftar en ekki nátengdir fyrirtækjum, auk þess sem a.m.k. tveir þingmenn eru eða hafa verið skráðir í eigendahópi fjölmiðla, Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingar er skráður fyrir eignarhlut í Kjarnanum og Smári McCarthy þingmaður Pítata var alla vega til skamms tíma skráður fyrir hlut í Stundinni.

Lítið hefur verið um hávær mótmæli eða hneykslan vegna þessa.

Ertu með athyglisverða ábendingu?
Sendu okkur póst á ordid@eyjan.is – fyllsta trúnaðar gætt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þessir eru líklegastir til að taka við United í sumar ef Ten Hag verður rekinn

Þessir eru líklegastir til að taka við United í sumar ef Ten Hag verður rekinn
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ætla með málið lengra – Báðu hann um að drepa sig og sungu um að hann væri nauðgari

Ætla með málið lengra – Báðu hann um að drepa sig og sungu um að hann væri nauðgari
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sancho þénaði sturlaðar upphæðir utan vallar á síðustu leiktíð

Sancho þénaði sturlaðar upphæðir utan vallar á síðustu leiktíð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þvílík endurkoma – Sjáðu markið sem stjarna Arsenal skoraði eftir margra mánaða fjarveru

Þvílík endurkoma – Sjáðu markið sem stjarna Arsenal skoraði eftir margra mánaða fjarveru
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Jóhann Berg leyfir sér að dreyma – „Við eigum fjóra bikarúrslitaleiki eftir“

Jóhann Berg leyfir sér að dreyma – „Við eigum fjóra bikarúrslitaleiki eftir“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu