Allir búnir að fá nóg

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 18. október 2018 09:00

Ljósmynd: DV/Hanna

Orðið á götunni er að starfsfólk Reykjavíkurborgar sem kom nálægt verkefninu á Nauthólsvegi 100, iðulega kennt við braggann eða stráin, leggi hart að sér að sleppa við að svara fyrir einstaka atriði í þessu furðulega máli. Fram til þessa hefur verið alveg í lagi að humma svona framúrkeyrslu af sér og láta kjörna fulltrúa lofa lærdómi og betrun ef svona mál ratar í frétt.

Staðreyndin er sú að milljón hingað og þangað úr borgarsjóði er varla upp í nös á ketti. Það er þegar margt smátt safnast saman og hundruð milljóna eru farnar í eitt einstakt verkefni að fólk verður einfaldlega hneykslað. Sérstaklega þegar það er sett í samhengi við kosningaloforð um gott framboð á félagslegu húsnæði og að brúa bil milli fæðingarorlofs og skóla.

Orð Hrólfs Jónssonar, stjórnanda hjá Reykjavíkurborg til áratuga, í Morgunútvarpinu hafa vakið mikla athygli. Hann segir að kjörnir fulltrúar hafi ekkert vitað um kostnaðinn fyrr en í ágúst síðastliðnum. Nú hafa margir, sérstaklega úr hópi Sjálfstæðismanna, lengi varað við því að embættismenn taki völdin af kjörnum fulltrúum. Verður það að teljast líklegt að slíkur sé veruleikinn þegar við vitum að fulltrúar borgarinnar funduðu í hverri viku þar sem útreikningar hverju sinni lágu fyrir.

Orðið á götunni er að svona framúrkeyrslur gangi ekki lengur. Enginn vill sjá aðra kostnaðaráætlun sem stenst ekki. Það eru allir búnir að fá nóg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Opnunarhátíð Veltis
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Uppalinn hjá Sporting en samdi við ÍBV – Lék fyrir yngri landslið Portúgals

Uppalinn hjá Sporting en samdi við ÍBV – Lék fyrir yngri landslið Portúgals
Bleikt
Fyrir 1 klukkutíma

Fjóla um systkinaástina: „Ég hugga mig við að þau verði vonandi ekki óvinir um þrítugt“

Fjóla um systkinaástina: „Ég hugga mig við að þau verði vonandi ekki óvinir um þrítugt“
Pressan
Fyrir 2 klukkutímum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum
433
Fyrir 3 klukkutímum

Klopp neitar að leikkerfið sé komið til að vera – Ætlar að breyta til

Klopp neitar að leikkerfið sé komið til að vera – Ætlar að breyta til
433
Fyrir 3 klukkutímum

Áhugi Real Madrid heillar – Til í að taka skrefið

Áhugi Real Madrid heillar – Til í að taka skrefið
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur
433
Fyrir 5 klukkutímum

Januzaj örlítið svekktur: Ég vissi alltaf að ég væri nógu góður fyrir United

Januzaj örlítið svekktur: Ég vissi alltaf að ég væri nógu góður fyrir United
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Útgjöld heimila til orku- og veituþjónustu sögð lægst á Íslandi

Útgjöld heimila til orku- og veituþjónustu sögð lægst á Íslandi