fbpx

Krafa um konu í stólinn

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 29. maí 2018 10:27

Orðið á götunni er að ýmis nöfn séu nú mátuð við borgarstjórastólinn í lofthreinsuðum bakherbergjum flokkanna, þar sem líkur eru á að borgarbúar sætti sig frekar við óháðan borgarstjóra en pólitískan, þegar litið er yfir oddvitana í Reykjavík. Eyþór og Dagur eru báðir umdeildir og ólíklegir til að verða sameiningartákn borgarbúa. Eyþór mun gera hvað sem er til að komast í meirihluta og Dagur líka, jafnvel þó það þýddi að gefa eftir borgarstjórastólinn. Dagur er hinsvegar vanur því að stjórna bak við tjöldin, líkt og þegar Jón Gnarr var borgarstjóri.

Þá er Þórdís Lóa, oddviti Viðreisnar, sögð hafa skilning á því að úrslit kosninganna verði seint túlkuð sem ákall Reykvíkinga um hana sem borgarstjóra. Aðrir oddvitar koma ekki til greina.

Orðið á götunni er að krafa Viðreisnar sé að kona verði fengin í stólinn að þessu sinni. Það sé ekki einungis tímabært, heldur sé það skýr niðurstaða kosninganna að konur fái sterkari rödd, þar sem 15 konur og átta karlar náðu kjöri á laugardaginn.

Orðið á götunni er að tvær konur séu ofarlega á blaði í hugmyndavinnu flokkanna. Það eru þær Halla Tómasdóttir, fyrrum forsetaframbjóðandi og stofnandi Auður Capital og Ragna Árnadóttir, fyrrum dómsmálaráðherra utanþings og nú hjá Landsvirkjun. Báðar búa þær að mikilli reynslu sem nýtist vel í starfi borgarstjóra og eru vel liðnar af bæði hægri og vinstri vængnum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 14 klukkutímum

Andri Rúnar hetja Helsingborg

Andri Rúnar hetja Helsingborg
433
Fyrir 15 klukkutímum

Einkunnir úr leik Arsenal og Everton – Cech frábær

Einkunnir úr leik Arsenal og Everton – Cech frábær
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Óli Jó um ummæli Rúnars: Ég hef aldrei talað um Keflavík við einn eða neinn

Óli Jó um ummæli Rúnars: Ég hef aldrei talað um Keflavík við einn eða neinn
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

„Við höfum ekki ennþá náð að verða neitt sérstaklega leiðir á hvor öðrum“

„Við höfum ekki ennþá náð að verða neitt sérstaklega leiðir á hvor öðrum“