fbpx

Bæjarstjóradaumurinn rættist

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 24. maí 2018 12:40

Orðið á götunni er að Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi uppfyllt gamlan draum nýverið, er hann brá sér í hlutverk bæjarstjóra Vestmannaeyja. Tekið skal fram að um sviðsetningu fyrsta fundar bæjarstjórnar Vestmannaeyja eftir Eyjagosið, þann 23. janúar 1973, var um að ræða. Tilstandið var af tilefni þess að gera á heimildarmynd um Eyjagosið og var Páll fenginn til þess að leika föður sinn, Magnús Magnússon, sem var bæjarstjóri Vestmannaeyja frá 1966-1975, enda sterkur svipur með feðgunum.

Páll greinir frá þessu á samfélagsmiðlum og kemst þannig að orði, að þetta sé eflaust það næsta sem hann komist að verða bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Hinsvegar segir Páll einnig: „En, halló, eru ekki kosningar á laugardaginn?!

Sem kunnugt er þá styður Páll ekki Sjálfstæðisflokkinn í Vestmannaeyjum, heldur klofningsframboðið Fyrir Heimaey, sem leitt er af Írisi Róbertsdóttur, fyrrum varaþingmanni Sjálfstæðisflokksins. Páll, sem gat ekki hamið vonbrigði sín með að fá ekki ráðherrastól í síðustu tveimur ríkisstjórnum, er sagður vonlítill um frekari frama innan flokksins. Því hugsi hann sér gott til glóðarinnar, því krafa klofningsframboðsins er sögð sú að gera Pál að bæjarstjóra.

Orðið á götunni er að orð Páls hér að ofan séu staðfesting á því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 klukkutímum

Nokkur skotheld heimilisráð til þess að auðvelda lífið

Nokkur skotheld heimilisráð til þess að auðvelda lífið
433
Fyrir 2 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Manchester United í kvöld

Líklegt byrjunarlið Manchester United í kvöld
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Þorbjörg Helga og Hallbjörn selja glæsieign í Fossvoginum

Þorbjörg Helga og Hallbjörn selja glæsieign í Fossvoginum
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Halldór Auðar hvetur fólk til að segja upp áskrift að Morgunblaðinu samstundis

Halldór Auðar hvetur fólk til að segja upp áskrift að Morgunblaðinu samstundis