fbpx

Æ sér gjöf til gjalda

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 2. maí 2018 15:03

Orðið á götunni er að fulltrúar Karlalistans, sem bjóða fram til borgarstjórnar í maí, hafi safnað undirskriftum til stuðnings framboðinu í Austurstræti í  gær, sem vart er í frásögur færandi, ef ekki fylgdi böggull skammrifi. Þeir sem lögðu leið sína að framboðsbásnum fengu nefnilega gefins barnabækur, líkt og auglýst hafði verið. Er það vel til fundið á þessum tímum hnignunar í læsi barna á snjallsímaöld. Karlalistinn átti bækurnar ekki langt að sækja, því einn frambjóðandinn, Huginn Thor Grétarsson, er barnabókahöfundur og rekur eigið útgáfufélag, Óðinsauga.

Oddviti Karlalistans er Gunnar Kristinn Þórðarson, sem stóð vaktina í gær og sagði við Morgunblaðið að söfnunin gengi vel og ánægjulegt væri hversu margar konur styddu framboðið.

Orðið á götunni er hinsvegar að til þess að fá gefins barnabók, hafi vegfarendur þurft að gangast undir það skilyrði að setja nafn sitt á undirskriftarlistann, sem er víst bannað. Orðið á götunni er að einnig hafi það misfarist að útskýra fyrir fólki, að setji það nafn sitt á listann, megi það ekki skrifa undir aðra samskonar lista fyrir næstkomandi sveitastjórnarkosningar, vilji það styðja önnur framboð. Svipuð umræða kemur upp við hverjar kosningar undanfarin ár, þegar framboð eða stjórnmálaflokkar lofa veraldlegum hlutum gegn stuðningi kjósenda, eins og pennum, bjór, eða pizzu. Æ sér gjöf til gjalda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 1 klukkutíma

Shoreditch í London er perla sem allir verða að heimsækja

Shoreditch í London er perla sem allir verða að heimsækja
Lífsstíll
Fyrir 1 klukkutíma

Flest sem lýtur að smíði og garðvinnu

Flest sem lýtur að smíði og garðvinnu
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Hálka á Reykjanesbraut í morgun

Hálka á Reykjanesbraut í morgun
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Rotaði einn og nefbraut líklega annan

Rotaði einn og nefbraut líklega annan
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Kennedy var veikur og kvalinn

Kennedy var veikur og kvalinn
Lífsstíll
Fyrir 4 klukkutímum

Vöruflutningar, búslóðaflutningar og aðstöðubílar fyrir kvikmyndabransann

Vöruflutningar, búslóðaflutningar og aðstöðubílar fyrir kvikmyndabransann
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

„Austur verður ekki opnaður aftur fyrr en að loknum fundi með eiganda, þar sem ég mun hafa hagsmuni starfsfólksins í fyrirrúmi“

„Austur verður ekki opnaður aftur fyrr en að loknum fundi með eiganda, þar sem ég mun hafa hagsmuni starfsfólksins í fyrirrúmi“
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Friends eru 24 ára í dag – Hver er uppáhalds þátturinn þinn?

Friends eru 24 ára í dag – Hver er uppáhalds þátturinn þinn?
433
Fyrir 16 klukkutímum

,,Við gátum ekki fengið meira fyrir Ronaldo“

,,Við gátum ekki fengið meira fyrir Ronaldo“
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Valgeir átti þá ósk heitasta að eignast pabba – Þegar þeir hittust varð hann fyrir vonbrigðum – Síðan lágu leiðir þeirra aftur saman fyrir einskæra tilviljun

Valgeir átti þá ósk heitasta að eignast pabba – Þegar þeir hittust varð hann fyrir vonbrigðum – Síðan lágu leiðir þeirra aftur saman fyrir einskæra tilviljun