fbpx

Fimmtudagsfríin færð

Orðið
Föstudaginn 20. apríl 2018 14:58

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Orðið á götunni er að senn verði lagt fram frumvarp á Alþingi sem kveði á um að fimmtudagsfríin svokölluðu, líkt og sumardagurinn fyrsti og uppstigningardagur, verði færð að helgum, til föstudags eða mánudags. Fjölmargir frónarbúar eru þreyttir á að þessi fimmtudagsfrí skeri í sundur fríin sín og hafa Samtök atvinnulífsins lengi talað fyrir slíkum breytingum einnig.

Róbert Marshall lagði fram þingsályktunartillögu árið 2013 að í lögum um 40 stunda vinnuviku yrði bætt við eftirfarandi málsgrein: „Veita skal frídaga vegna uppstigningardags og sumardagsins fyrsta næsta föstudag eftir þann dag sem þá ber upp á, nema um annan hátíðisdag sé að ræða og skal þá veita frí miðvikudaginn á undan. Beri jóladag, annan í jólum, nýársdag og 17. júní upp á helgi skal veita frídag næsta virkan dag á eftir. Þá skal halda 1. maí hátíðlegan sem frídag verkamanna fyrsta mánudag í maí, sbr. lög um almennan frídag vegna frídags verkamanna 1. maí.“

Ekki komst málið í gegnum þingið þá. Hinsvegar heyrast nú árlegar óánægjuraddir með þetta fyrirkomulag og eru hjólin víst farin að snúast á þinginu til að finna málinu farveg.

Orðið á götunni er að þungavigtarþingmaður úr Sjálfstæðisflokknum, Páll Magnússon, hafi sagst ætla að „fara í málið“ og megi því búast við að frumvarpið fljúgi í gegnum þingið á þessu kjörtímabili. Líklegt verður að þykja, að Páll fái sérstakan frídag nefndan eftir sér, komist málið í gegn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 1 klukkutíma

Vill fá Sane frá Manchester City – Zlatan með áhugavert tilboð

Vill fá Sane frá Manchester City – Zlatan með áhugavert tilboð
Pressan
Fyrir 2 klukkutímum

Þess vegna áttu aldrei að búa um rúmið þitt á morgnana

Þess vegna áttu aldrei að búa um rúmið þitt á morgnana