fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Þegar sannfæringin gleymist

Ritstjórn DV
Mánudaginn 26. mars 2018 12:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að oft reynist stjórnmálamönnum erfitt að muna eigin skoðanir á ýmsum málum. Þetta hafi komið í ljós í prófkjöri Pírata í Reykjavík um helgina, þegar frambjóðandi nokkur tók kosningapróf á netinu. Í aðdraganda prófkjörsins var búið til svokallað kosningapróf til handa kjósendum, sem finnur út hvaða frambjóðandi hentar viðkomandi kjósanda best, eftir því hvernig hann svarar spurningum prófsins. Við gerð slíks prófs þarf frambjóðandinn að skila inn skoðunum  sínum fyrirfram og forritari hanterar svörin inn í formúlu sem parar saman svör kjósenda við skoðanir frambjóðenda. Slík próf hafa verið alþekkt um nokkuð skeið, í Alþingis-, sveitastjórnar,- og forsetakosningum.

 

Orðið á götunni er að Þórlaug Borg Ágústsdóttir, frambjóðandi Pírata í Reykjavík, hafi svarað kosningaprófi Pírata, í þeirri von um að kosningaprófið skilaði þeirri niðurstöðu að hún sjálf væri heppilegasti frambjóðandinn til að kjósa, augljóslega, enda þurfti Þórlaug aðeins að svara spurningum prófsins eftir eigin samvisku til þess að fá þá niðurstöðu.

Það varð hinsvegar ekki niðurstaðan.

Mun Þórlaug hafa komið þessu á framfæri meðal kollega sinna og kennt gölluðu forriti um hina óheppilegu niðurstöðu. Hinsvegar virðist enginn galli hafa fundist og niðurstaða annarra frambjóðenda komið 100% heim og saman við svörin sem þeir gáfu.

Orðið á götunni er að Þórlaug hafi gleymt eigin sannfæringu…

Ertu með athyglisverða ábendingu?
Sendu okkur póst á ordid@eyjan.is – fyllsta trúnaðar gætt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum