fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024

Hafnfirsk Framsóknarbjartsýni

Orðið
Þriðjudaginn 27. febrúar 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að Framsóknarflokkurinn ætli sér stóra hluti í Hafnarfirði í komandi sveitastjórnarkosningum. Mun hann bjóða fram undir merkjum Framsóknar og óháðra, til að höfða til sem flestra og vera með sem breiðasta skírskotun.  Ágúst Bjarni Garðarsson, aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitamálaráðherra, er sagður oddvitaefni Framsóknarmanna og óháðra. Þá er Bolvíkingurinn Valdimar Víðisson, skólastjóri Öldutúnsskóla sagður stefna á 2. sætið, en hann er varabæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Hafnarfirði, skipaði 9. sætið árið 2014.

Framsóknarflokkurinn reið ekki feitum hesti fyrir fjórum árum, kom engum manni inn, með 751 atkvæði. Reyndar er það rannsóknarefni hversu illa Framsóknarflokkurinn virðist liðinn meðal Hafnfirðinga þegar úrslit kosninga eru skoðuð í sögulega ljósi, en flokkurinn kom síðast inn manni árið 1998. Þar á undan kom hann inn manni árið 1982, en Framsókn hefur aldrei átt meira en einn mann í bæjarstjórn og þrisvar setið í meirihluta, síðast árið 1998. Í alls níu kosningum frá árinu 1954 hefur Framsókn mistekist að fá mann kjörinn.

Núverandi meirihlutinn samanstendur af Sjálfstæðisflokknum (5) og Bjartri framtíð (2) en markmið Framsóknar er að koma inn manni, allt umfram það yrði að teljast stórsigur,  sögulega séð.

 

Ertu með athyglisverða ábendingu?
Sendu okkur póst á ordid@eyjan.is – fyllsta trúnaðar gætt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

KSÍ segir ráðningu á framkvæmdarstjóra í góðum farvegi

KSÍ segir ráðningu á framkvæmdarstjóra í góðum farvegi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Selfoss borgar stóran hluta af myndarlegum launapakka Gary Martin

Selfoss borgar stóran hluta af myndarlegum launapakka Gary Martin
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bayern byrjað að ræða við Rangnick um að taka við

Bayern byrjað að ræða við Rangnick um að taka við
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nú líklegast að hann fari til Spánar

Nú líklegast að hann fari til Spánar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bjóða honum nýjan samning þó sá gamli gildi í sex ár til viðbótar

Bjóða honum nýjan samning þó sá gamli gildi í sex ár til viðbótar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“