fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024

Prótókollstjórinn Hanna Birna

Orðið
Fimmtudaginn 11. janúar 2018 15:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að þörfin á samskiptareglustjóra hafi verið áþreifanleg á dögunum. Samskiptareglustjóri er annað orð yfir starfsheitið prótókollstjóri, en einn slíkur starfar í utanríkisráðuneytinu. Hann sér meðal annars um að halda í heiðri allskyns venjum og samskiptareglum og er sérfræðingur í að raða háttsettum gestum til borðs.
Haldið var veglegt heimsþing WPL samtakanna hér á landi í lok nóvember, en um 400 konur mættu á viðburðinn, þar af um 100 konur í valdastöðum, svo sem forsetar og forsætisráðherrar. Hanna Birna Kristjánsdóttir er stjórnarformaður samtakanna og hafði umsjón með skipulagningunni, ásamt Alþingi og utanríkisráðuneytinu. Prótókollstjórinn var þó upptekinn við önnur störf.

Eftir stíf fundar- og ræðuhöld í Hörpu, var blásið til veislu í Menningarhúsinu, þar sem boðið var upp á dýrindis mat og drykk gestum til mikillar ánægju. Setið var við nokkur langborð sem náðu þvert yfir allan salinn, en við enda eins langborðsins var háborðið, þar sem merkilegustu gestirnir sitja. Um klukkutíma áður en gestum var hleypt inn í salinn, hófst hópur opinberra starfsmanna við að raða hvítum A4 blöðum á háborðið, með nöfnum merkisgestanna.

Að sögn viðstaddra var þetta nokkuð skondin sjón, því enginn virtist vita hvernig best væri að raða þessum tignargestum, sem samanstóð af forseta Íslands, forsætisráðherra, forseta Alþingis, Hönnu Birnu, nokkrum ráðherrum og mökum þeirra allra, ásamt frú Vigdísi Finnbogadóttur.
Þegar um ein mínúta var eftir þangað til að gestunum var hleypt inn, virtist sem að niðurstaða hefði fengist í málið. Konurnar þustu inn og heiðursgestirnir gengu að háborðinu. Hanna Birna var fyrst á svæðið og leit yfir háborðið. Leiftursnöggt færði hún til nokkur blöð án þess að mikið bæri á, enda gestir uppteknir við að heilsast og skiptast á ljúfyrðum. Virtist enginn taka eftir neinu og settust allir glaðir á svip, ánægðir með sína sessunauta.

Í hamaganginum hafði gleymst að gera ráð fyrir frú Vigdísi, en Hanna Birna reddaði málunum.

 

Ertu með athyglisverða ábendingu?
Sendu okkur póst á ordid@eyjan.is – fyllsta trúnaðar gætt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

KFA staðfestir komur Þórðar Ingasonar

KFA staðfestir komur Þórðar Ingasonar
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Beitir Ólafsson úr KR í HK

Beitir Ólafsson úr KR í HK
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Stuðningsmenn United margir að fá nóg – Skila inn miðum fyrir leik kvöldsins

Stuðningsmenn United margir að fá nóg – Skila inn miðum fyrir leik kvöldsins
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“