fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Starfsmannafélagið með yfirlýsingu vegna deilnanna milli borgarfulltrúa og embættismanna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 22. febrúar 2019 15:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilefni af fréttaflutningi undanfarið um harðar ásakanir milli borgarritara og borgarfulltrúa minnihlutans undanfarið hefur Starfsmannafélag Ráðhúss Reykjavíkur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að halda eigi starfsfólki borgarinnar utan við pólitíska umræður:

 

YFIRLÝSING

Stjórn starfsmannafélags Ráðhúss Reykjavíkur áréttar að ekki eigi að gera starfsfólk Reykjavíkurborgar og störf þess að opinberu umtalsefni í pólitískum tilgangi. Í stjórnsýslu borgarinnar starfar fólk sem þykir vænt um vinnuna sína og vinnur af heiðarleika og einlægni að hag borgarbúa út frá ákvörðunum og stefnu borgarstjórnar hverju sinni.

Stjórnin minnir á að möguleikar starfsfólks til þátttöku í umræðunni og til þess að koma störfum sínum til varnar eru mjög takmarkaðir.

Óskað er eftir því að starfsfólk fái frið til að vinna vinnuna sína án þess að störf þess séu gerð tortryggileg og án þess að vera blandað í stjórnmálaumræðu sem á með réttu að eiga sér stað á milli kjörinna fulltrúa og á pólitískum vettvangi.

Guðbjörg Lára Másdóttir, Tómas Ingi Adolfsson, Rósa Björg Borgþórsdóttir, Tinna Garðarsdóttir, Bjarni Þóroddsson, Baldur Örn Arnarson, Oddrún Helga Oddsdóttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus