fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Loka hluta af göngusvæði við Skóga vegna ágangs ferðamanna og veðurfars

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 22. febrúar 2019 13:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mikill fjöldi ferðamanna heimsækir náttúruvættið Skógafoss dag hvern og gengur stór hluti þeirra upp á Skógaheiði. Vegna umferðar gesta, hlýinda og mikilla leysinga í kjölfar langvarandi frostakafla, hefur skapast gríðarlegt álag á gönguslóða og umhverfi hans á Skógaheiði ofan Fosstorfufoss.“

Þetta segir í tilkynningu frá Umhverfisstofnun sem hefur tekið ákvörðun um að loka hluta af göngusvæði við Skóga í fyrramálið vegna ágangs ferðamanna og veðurfars.

„Umrætt svæði er gamall kindaslóði, hluti af gönguleið um Fimmvörðuháls sem hefur ekki verið lagaður að auknum fjölda ferðamanna. Í ljósi stöðunnar hefur Umhverfisstofnun ákveðið að loka svæðinu frá og með morgundeginum, 23. febrúar.“

Í tilkynningunni segir að lokunin sé annars vegar framkvæmd af öryggisástæðum í þágu gesta en hins vegar til að vernda gróður umhverfis gönguslóðann. Lokunin nær upp frá Fosstorfufossi, um 650 metra ofan við útsýnispall Skógafoss og mun standa uns bót verður á. Stefnt er að endurskoðun lokunar eigi síðar en innan tveggja vikna eða fyrr ef ástand breytist til batnaðar. Lokunin er gerð skv. 25 gr. a. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus