fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Facebook-hópur borgarstarfsmanna orðinn að púðurtunnu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 22. febrúar 2019 14:00

Nokkrir borgarfulltrúar minnihlutans og Stefán Eiríksson hafa verið í sviðsljósinu að undanförnu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér finnst mikilvægt að þessi skrif komi fyrir almenningssjónir,“ segir Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, um skjáskot sem hún sendi DV af skrifum Gunnar Hersveins Sigursteinssonar, starfsmanns umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, í stóran, lokaðan FB-hóp starfsmanna borgarinnar. Í hópnum eru um 14.000. Þar er nú haldið uppi harðri gagnrýni á nokkra borgarfulltrúa minnihlutans, án þess að þeir séu nafngreindir, og þeir sakaðir um ómaklegar árásir á starfsmenn borgarinnar. Skrifin vekja hörð viðbrögð þeirra borgarfulltrúa sem gagnrýnt hafa stjórnsýslu borgarinnar, og Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn, sendi skrifstofustjóra borgarstjórnar erindi vegna málsins í gærkvöld.

Stefán Eiríksson, borgarritari, skrifaði langan pistill á vefsvæðið í gær þar sem hann fer hörðum orðum um ónefnda borgarfulltrúa. Hann sagði meðal annars:

„Undanfarna mánuði hafa fáeinir borgarfulltrúar ítrekað vænt starfsfólk Reykjavíkurborgar um óheiðarleika og vegið með ýmsum öðrum hætti að starfsheiðri þeirra. Þetta hefur verið gert beint og óbeint, orðum verið beint að nafngreindum sem og ótilgreindum starfsmönnum, starfsmannahópum, einstaka nefndum og fjallað um einstaka starfsstaði með niðrandi og niðurlægjandi hætti. Gert hefur verið lítið úr störfum þeirra, hæðst hefur verið að þeim verkefnum sem viðkomandi starfsmenn sinna, þeir jafnvel vændir um óheiðarleika og hafa í störfum sínum einhvern annan tilgang en að sinna hverju því verkefni sem viðkomandi hefur verið falið af fagmennsku og heiðarleika.

Og fáeinir borgarfulltrúar hafa ekki látið þar við sitja heldur jafnframt vegið að einstaklingum, stofnunum og fyrirtækjum sem unnið hafa með eða fyrir Reykjavíkurborg með sama hætti.“

Margir starfsmenn taka undir þessi skrif og Gunnar Hersveinn skrifar eftirfarandi færslu sem hér birtist skjáskot af. Segir hann að hinir ásökuðu muni bregðast við með hótunum neðan beltisstaðar. Sakar hann borgarfulltrúana um hræðsluáróður. „Ekki láta valdafólk grafa undan trausti á embættismönnum með því að gera þá tortryggilega,“ segir Gunnar.

Embættismenn eiga ekki að vera í pólitík

„Embættismenn eiga að vera hafnir yfir pólitík og þetta er mjög skrýtið viðhorf – í fyrsta lagi að haldið sé úti svona síðu á meðal starfsmanna Reykjavíkurborgar þar sem birtar eru aðdróttanir í garð kjörinna fulltrúa. Þetta telst fyrir opnum tjöldum því inni á þessari síðu er um 14.000 manns,“ segir Vigdís.

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, er einnig mjög ósátt við skrif Stefáns borgarritara og segir við DV:

„Vil bara minna á þá staðreynd að fólk og þar með embættismenn borgarinnar uppskera eins og þeir sá. Í skýrslu Innri endurskoðunar og einnig í skýrslu Persónuverndar þar sem þeirra ákvörðun kemur fram er varðar kosningakönnun er staðfest að brotin voru lög og reglur. Nú er borgarmeirihlutinn og borgarritari að reyna að fá þetta þaggað með hinum sérkennilegustu aðferðum eins og þessari sem hér er til umræðu. Við borgarfulltrúar vísum bara í niðurstöður aðila sem hafa það hlutverk að rannsaka mál og að sjálfsögðu tölum við um þegar embættismenn og borgaryfirvöld hafa brotið lög eins og skýrt kemur fram í ákvörðun Persónuverndar. Vill Stefán að um þetta sé bara þagað. Hann er t.d. ábyrgur fyrir Skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, hvar var eftirlit hans á verkefnum þeirrar skrifstofu? Æðstu menn borgarinnar neita að taka ábyrgð og verða ómögulegir þegar á þetta er bent af borgarfulltrúum meirihlutans. Taktík borgarstjóra er t.d. mjög oft að segja „að verið sé með meiðandi tal gagnvart hinum og þessum“. Þegar fólk brýtur lög og reglur í starfi sínu er varla hægt að gera kröfu um að það sé sett í bómull, er það?

Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins, er ómyrkur í máli um skrif Stefáns borgarritara. Hann ritar á Facebook-síðu sína:

Þetta heitir að ganga af björgum fram.

Borgarritari verður að gera grein fyrir máli sínu og það strax.

Því verður ekki unað að annar æðsti embættismaður borgarinnar slengi fram öðrum eins dylgjum og hér um ræðir í garð kjörinna fulltrúa sem eru að gæta hagsmuna borgarbúa eins og þeim ber skylda til að gera.

Það er ljóst að menn eru komnir út í horn og svífast einskis.

Hér er án vafa um algjört einsdæmi að ræða.

Hvað næst???

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins