fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Halldór segir kjarabaráttuna skorta jarðtengingu: „Þetta er ekki uppboð á notaðri bifreið“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 21. febrúar 2019 13:20

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins, segir ábyrgðarlaust að varpa ábyrgð á kjarasamningnum SA og verkalýðsfélaganna á stjórnvöld. Stjórnvöld beri ekki ábyrgð á þeim málum nema á lokametrunum og jafnframt segir hann að verkföll séu aðeins til þess fallin að skerða kjör bæði atvinnurekenda sem og launþega. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

„Ég hef haldið því alveg skýrt og skorinort til haga að kjarasamningar eiga sér stað milli samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna og það er ábyrgðarlaust að varpa þeirri ábyrgð yfir á stjórnvöld, enda bera þau ekki ábyrgð í þessu að öðru leyti en því, eins og þau hafa gert á undanförnum árum og áratugum, að koma að gerð kjarasamninga á samningunum á lokametrunum, eftir að það er búið að nánast loka samningunum

Við vörpum ekki þessari ábyrgð yfir á stjórnvöld og við vitum það á sama tíma að það er farið að hægja um á þjóðarbúskapnum, það er farið að hægja hjá fyrirtækjunum. Við sáum til dæmis bara síðast í gær stóra hópuppsögn. Þetta finna allir á eigin skinni.  Þá finnst mér ábyrgðarlaust að varpa boltanum yfir á ríkið því þegar er farið að hægja um hjá fyrirtækjunum þá hægir að sjálfsögðu á hjá ríkinu líka.“

Hann segir  það ljóst að ríkið hafi þegar spilað út þeim spilum sem það ætli sér að spila út og það sé alveg ljóst að Samtök atvinnulífsins séu með ákveðnar áætlanir sem byggi á þanþoli atvinnulífsins og að ekki verði farið út fyrir þær.

„Þetta er ekki uppboð á notaðri bifreið. Hér verður ekki farið fram og til baka og kallað eftir nýjum og nýjum tilboðum því þannig starfa Samtök atvinnulífsins einfaldlega ekki.“ 

Samtök atvinnulífsins hafi vissar forsendur sem skipti öllu máli fyrir það hvernig íslenskt samfélag verði á næstu þremur árunum. Þær forsendur séu að skapa skilyrði fyrir vaxtalækkanir, stemma stigu við verðbólgu, koma í veg fyrir verðhækkanir hjá fyrirtækjum og að fyrirtækin þurfi ekki að halda áfram í því hagræðingarferli sem hafið er og heitir á íslensku uppsagnir.“

Meðallaun í landinu eru, samkvæmt Halldóri, um 700 þúsund krónur og miðgildi þeirra um 600 þúsund. Hópurinn sem er á lægstu launum sé ekki fjölmennur og lægstu laun á Íslandi séu önnur eða þriðju hæstu lægstu laun í heiminum, jafnvel eftir að kaupmáttur er tekinn með í reikninginn.

„Ef við förum í það sem hefur verið kallað því frábæra nafni „innistæðulausar launahækkanir“ sem er ekkert annað en það að við hækkum laun meira en verðmætasköpun í þjóðfélaginu stendur undir því þá fáum við loft og þessu lofti er hleypt út með ventli sem heitir gengi íslensku krónunnar sem gefur eftir, verðbólgan fer af stað og kaupmátturinn […] fer hratt þverandi ef við misstígum okkur.“

Aðspurður hvort Halldór hafi orðið fyrir vonbrigðum með fyrirhugaðar skattabreytingar ríkisstjórnarinnar, segir hann svo ekki vera. Afstaða ríkisstjórnarinnar til skattkerfisins komi fram í stjórnarsáttmála og hafi legið fyrir í 15 mánuði.

„Ég hef reynt að meta þetta með mjög köldum hætti frá upphafi. Ef við skoðum stjórnarsáttmálann þá kemur fram þar að það standi til að lækka tekjuskattinn um 1%. Síðan eru þessar skattatillögur ríkisstjórnarinnar kynntar, þar sem verið er að lækka tekjuskatt að meðaltali um 1% en ákveðið að setja hlutfallsregla mestu lækkunina á lægsta endann. Ég veit ekki og skil ekki hvaðan þær væntingar koma, að skattaútspil ríkisstjórnarinnar ætti að vera margfeldi af því sem kynnt var, þegar það hefur legið fyrir í 15 mánuði í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar með hvaða hætti tekjuskattskerfið myndi þróast á kjörtímabilinu.“

Hann segir kjarabaráttuna vanta jarðtengingu og meiri tengsl við íslenskan raunveruleika.

„Mín skoðun er sú að við verðum að taka tillit til þess hvernig efnahagsumhverfið er að þróast og á einhverjum tímapunkti þurfi raunveruleikinn að mæta inn á samningaborðið.“

Verkföll séu engin lausn, þau séu aðeins til þess fallinn að bitna bæði á fyrirtækjum og launþegum, en bara það að verkalýðsfélög boði til atkvæðagreiðslu um verkföll, bitni neikvætt á fyrirtækjum sem skapi þá minna svigrúm til launahækkana.

„Verkföll, ekki bara núna heldur alltaf, hafa valdið meira tjóni en samfélagið getur borið og dregið úr langtíma getu atvinnulífsins til að hækka laun. Forðumst það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki