fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Efling sökuð um stjórnarskrárbrot – Þögn er sama og samþykki: „Hefur verið gert alla tíð skilst mér“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 21. febrúar 2019 15:20

Sólveig Anna Jónsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Efling hefur nú sent þeim aðilum sem hafa greitt í félagið á undanförnum mánuðum, en eru ekki fullgildir meðlimir í stéttarfélaginu, bréf þess efnis að aðhafist þeir ekkert á næstu tíu dögum, þá verði þeir skráðir sem fullgildir meðlimir. Þetta kemur fram í bréfi sem Eyjan hefur undir höndum.

Í bréfinu býður Sólveig Anna upp á fullgilda félagsaðild en nálgast það með þeim hætti að samþykki felist í athafnaleysi. Það er, ef ekki er brugðist við bréfinu, þá verður viðkomandi fullgildur meðlimur fyrir það eitt.

Bréfið hefur vakið undran sumra viðtakenda. Einn sagði í samtali við blaðamann að hann hafi ekki vitað betur en að hann væri þegar fullgildur meðlimur í Eflingu, enda greitt í félagið um árabil.

Stjórnarskrárbrot – Gert alla tíð

Einnig er bréfsendingin áhugaverð í samhengi við 74. gr. íslensku stjórnarskrárinnar þar sem kveðið er á um félagafrelsið og í frétt Viljans um sambærilegt bréf er haft eftir hæstaréttarlögmanninum, Einari Gaut Steingrímssyni, að um brot á stjórnarskrá sé að ræða.

Berglind Rós Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri Eflingar, segir að þessar bréfasendingar séu hefðbundinn hluti af starfi Eflingar og tengist ekki yfirstandandi kjarabaráttu.

„Það er þannig að þegar þú ert búinn að greiða í ákveðinn tíma þá geturðu verið fullgildur meðlimur og þá hefur kosningarétt og svoleiðis en við þurfum að gefa fólki tækifæri á því að segja nei. Þetta er eitthvað sem hefur verið gert alla tíð skilst mér.“

„Þetta er bara eitthvað sem hefur verið til staðar í mörg ár hjá okkur.“ 

Hér fyrir neðan má lesa texta bréfsins: 

„Ágæti félagi.

Eflingu – stéttarfélagi hafa borist greiðslur á iðgjöldum af launum þínum frá atvinnurekanda á síðustu mánuðum. Þú ert þó enn sem komið er ekki fullgildur félagsmaður í Eflingu. Með þessu bréfi langar mig sem formaður Eflingar að bjóða þér fulla inngöngu í félagið. Sem fullgildur félagsmaður nýtur þú allra réttinda samkvæmt lögum félagsins, sér í lagi kosningaréttar og réttar til að bjóða þig fram í trúnaðarstörf.

Efling lítur svo á að ef ekki koma viðbrögð frá þér við þessu bréfi þá sé heimilt að færa nafn þitt á skrá yfir fullgilda meðlimi. Ef þú vilt þiggja boð mitt um að gerast fullgildur meðlimur þarft þú því ekkert að gera.

Allar upplýsingar um réttindi og þjónustu Eflingar eru á heimasíðunni www.efling.is en ég vil einnig vekja athygli þína á vefsvæðinu samningar.efling.is þar sem sjá má fréttir og upplýsingar sem tengjast yfirstandandi kjaraviðræðum.

Hafir þú ekki samband við skrifstofu Eflingar innan tíu daga frá dagsetningu þessa bréfs verður þú innritaður félagsmaður í Eflingu.

Með bestu kveðju,.
f.h. Eflingar – stéttarfélags
Sólveig Anna Jónsdóttir
formaður“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma