fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

Auglýst eftir nýjum seðlabankastjóra: Hér eru kröfurnar sem umsækjendur þurfa að uppfylla

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 21. febrúar 2019 11:44

Már Guðmundsson Mynd/Viðskiptaráð

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Embætti seðlabankastjóra hefur verið auglýst til umsóknar en Már Guðmundsson, sem gegnt hefur embættinu frá árinu 2009, hættir í sumar. Auglýsingin er birt í Lögbirtingarblaðinu í dag.

Seðlabankastjóri er skipaður til fimm ára í senn og lögum samkvæmt má aðeins skipa sama mann bankastjóra tvisvar sinnum. Már mun því hætta í sumar.

Í auglýsingunni kemur fram skipað verði í embættið frá og með 20. ágúst næstkomandi en umsóknarfrestur er til og með 25. mars næstkomandi.

Um hæfniskröfur umsækjenda segir:

„Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi í hagfræði eða tengdum greinum og búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu á fjármálastarfsemi og efnahags- og peningamálum. Gerð er krafa um stjórnunarhæfileika og hæfni í mannlegum samskiptum.“

Við skipum mun forsætisráðuneytið skipa þriggja manna nefnd sem hefur það hlutverk að leggja mat á hæfni umsækjenda um embættið. „Verður einn nefndarmaður skipaður samkvæmt tilnefningu samstarfsnefndar háskólastigsins, einn samkvæmt tilnefningu bankaráðs Seðlabanka Íslands og einn án tilnefningar og er hann formaður nefndarinnar,“ segir í auglýsingunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus