fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Ísak undrast framgöngu verkalýðsforystunnar gegn leigufélögum: „Þeim var ég verst er ég unni mest“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 20. febrúar 2019 20:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Háttalag verkalýðsforystunnar skapar orðsporsáhættu fyrir fjárfesta sem getur gert það að verkum að þeir veigra sér við að fjárfesta í leigufélögunum eða gera það á hærri vöxtum,“ skrifar Ísak Rúnarsson, sérfræðingur hjá Viðskiptaráði Íslands og undrast framgöngu verkalýðsfélaganna gagnvart leigufélögum.

Fyrir stuttu ákvað Almenna leigufélagið, sem GAMMA stýrir, að hækka með litlum fyrirvara húsaleigu á sínu leiguhúsnæði. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, brást við með því að gefa Kviku banka fjögurra daga frest til að hætta við áform um kaup bankans á GAMMA, ella verði 4 milljarða fjárfesting VR í bankanum tekin út.

Ísak skrifar grein í tilefni af þessu á Kjarnann þar sem hann lætur í ljós undrun yfir afstöðu verkalýðsfélaganna til leigufélaga:

Því er lítið annað hægt að gera en að klóra sér í höfðinu yfir viðbrögðum og afstöðu verkalýðsforystunnar og annarra sem aðhyllast öflugan leigumarkað til leigufélaganna tveggja. Ekki síst þegar litið er til þess að félögin berjast í bökkum við að tryggja rekstrarlegan grundvöll sinn og ná niður fjármagns­kostnaði sem er mjög hár. Bæði þegar litið er til vaxtastigs í samanburði við önnur lönd en einnig í samanburði við önnur kjör hérlendis.

Í lok greinar sinnar vitna Ísak í Laxdælu og skrifar:

„Þeim var ég verst er ég unni mest,“ sagði Guðrún Ósvífursdóttir í Laxdælu. Formaður VR ætti að staldra við og velta fyrir sér hvort þau orð eigi ekki við um hann líka.

Grein Ísaks má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki