fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Magnús Geir um Pál Magnússon: „Svart er hvítt og hvítt er svart“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 19. febrúar 2019 11:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri sat fyrir svörum þeirra Sigmars Guðmundssonar og Helga Seljan í Morgunútvarpi Rásar tvö í morgun, þar sem hann ræddi um fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta – og menningarmálaráðherra, er varðar eflingu einkarekinna fjölmiðla.

Í flestum umsögnum um frumvarpið er tekið fram að staða RÚV á auglýsingamarkaði skekki samkeppnisstöðuna og því sé eina ráðið að taka RÚV af auglýsingamarkaði, eða alltént þrengja umsvif þess svo um muni.

Ekki beri að veikja RÚV

Magnús Geir kvaðst ánægður með frumvarpið og tillögur þess. Hann sagði þó að eflaust væri hægt að „besta“ þær frekar en sagðist hann opinn fyrir öllum leiðum. Verkefnið væri að bæta stöðu einkarekinna miðla, en gæta þyrfti þess að horfa á stóra samhengið. Ekki mætti leggjast í skotgrafir með því að fara í öfuga átt:

„Við eigum að einbeita okkur að því sem mestu máli skiptir sem er að bæta stöðu þessa einkareknu miðla, en ekki falla í þá gryfju að segja „veikjum RÚV“, það er ekki það sem við þurfum á að halda sem þjóð. Við þurfum á því að halda að það sé öflug fjölmiðlun, íslenskt efni á íslenskri tungu og þetta er sameiginleg samkeppni við alheims risanna, Google, Facebook, Netflix og svo framvegis,“

sagði Magnús Geir í morgun.

Hann sagðist ekki hafna neinum tillögum sem kæmu fram í frumvarpinu. Þá tók hann undir að ef RÚV færi af auglýsingamarkaði yrði RÚV bætt upp tekjutapið, líkt og Lilja hefur sagt, enda væri fjármögnun RÚV alltaf pólitísk ákvörðun.

Hann sagði einnig að það lægi ljóst fyrir að þó svo ef RÚV færi af auglýsingamarkaði, myndu auglýsingatekjurnar ekki færast sjálfkrafa allar yfir á einkareknu miðlana:

„Ef RÚV væri alfarið tekið út og bætt upp tekjutapið, þá er alveg ljóst að þessar auglýsingatekjur færast ekki í heilu lagi frá Rúv yfir á hina miðlana, eitthvað mun hverfa, eitthvað mun fara út því stór hluti alþjóðlegu risanna er alltaf að sækja meira af auglýsingjatekjum,“

sagði Magnús Geir og nefndi að í Frakklandi og á Spáni hefði það sýnt sig að þegar almannaþjónustumiðillinn hafi verið tekin í stórum skrefum af auglýsingamarkaði hafi það ekki verið einkareknum miðlum til framdráttar, heldur þvert á móti.

Svart og hvítt hjá Páli

Stjórnendur Morgunútvarpsins bentu á að Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi útvarpsstjóri, hafi verið duglegur að gagnrýna RÚV eftir að hann hætti þar störfum og spurðu þeir Magnús Geir hvort mikil breyting hefði orðið á stefnu stjórnenda RÚV á þeim tíma sem hann hafi verið útvarpsstjóri, samanborið við fyrirrennara sinn:

„Þetta er svolítið sérstakt og broslegt, vegna þess að það hefur orðið gríðarleg breyting á hans afstöðu, á því sem hann sagði fyrir fyrir rúmum fimm árum og því sem hann segir í dag og ég ætla ekkert að hafa skoðun á því, það er bara hægt að skoða það hvert um sig, en þetta er í algerri andstöðu, svart er hvítt og hvítt er svart. Og menn geta bara kynnt sér þetta,“

sagði Magnús.

Hann tók einnig fram að með lagasetningu árið 2013 hefðu tekjur RÚV minnkað, en samt hefði RÚV skilað hallalausum rekstri síðastliðin ár, samhliða því að efla innlenda dagskrárgerð á kostnað amerísks afþreyingaefnis. Og allt þetta hefði verið gert án þess að beita sömu brögðum og Páll gerði þegar hann var útvarpsstjóri:

„ Á sama tíma hefur umfang RÚV á auglýsingamarkaði minnkað um 15 prósent og við höfum ekki verið að sækjast eftir því að fá auknar heimildir til að sækja tekjur á auglýsingamarkað, meðan að fyrri stjórnendur sóttu það stíft að fá að leita harðar út á markaðinn, kljúfa þætti í tvennt og skjóta inn auglýsingum, en það er ekki það sem Ríkisútvarpið á að gera, og það er ekki það sem við viljum gera.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki