fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 19. febrúar 2019 14:15

Brynjar Níelsson. Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að vera duglegur er ekki endilega það sama og að gera gagn og hugmyndir Björns Leví eru ekki eins góðar og hann heldur, þær eru öðru nær margar stórskaðlegar. Þetta er inntakið í gagnrýni þingmannsins Brynjars Níelssonar á kollega sinn, Björn Leví. Brynjar er í Sjálfstæðisflokknum en Björn Leví er Pírati. Tilefni pistils Brynjars um þetta á Facebook er grein sem Björn Leví birti í Morgunblaðinu í morgun en þar sagði hann að stór hluti af starfi hans sem þingmanns fælist í því að gera ekki neitt. Eyjan gerði málinu skil. Björn kvartaði undan því að málin væru svæfð í nefndum og nefndarvinnan væru hulin leyndarhjúp. Góðar hugmyndir fara ofan í skúffu.

Brynjar hefur ýmislegt við þetta að athuga og skrifar:

„Stórvinur minn, Björn Leví Gunnarssonar, afhjúpaði í Moggagrein að stór hluti vinnu hans á þinginu væri að gera ekki neitt. Hann kvartar mjög yfir því að allar góðu hugmyndir hans og þingmanna minnihlutans fari oftar en ekki í skúffu meirihlutans. Margt er um þetta að segja:

Í fyrsta lagi fer það ekki alltaf saman að vera duglegur og gera gagn. Stundum getur hreinlega verið mjög gott fyrir þjóð og land að sumir geri ekki neitt í starfi sem þessu. Í öðru lagi eru þessar „góðu hugmyndir“ Björns Leví ekki eins góðar og hann heldur og sumar beinlínis skaðlegar. Í þriðja lagi fara of fáar af þessum „´góðu hugmyndum“ í skúffu meirihlutans. Þær eiga það til, oftar en ekki, að vera vanhugsaðar lýðskrumstillögur án kostnaðarmats eða hugmynda um tekjur á móti. Slík mál eiga ekki erindi í þingsal til afgreiðslu. Svo má benda á í fjórða lagi að miklu fleiri frumvörp sjórnarandstæðinga fá afgreiðslu í þingsal en stjórnarþingmanna. Það er talsvert áhyggjuefni en erfitt er að glíma við gíslatöku stjórnarandstöðunnar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus