fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Björn Leví afhjúpar leyndarhjúpinn – „Stór hluti vinnunnar minnar snýst um að gera ekki neitt“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 19. febrúar 2019 09:11

Björn Leví gagnrýndi kirkjujarðasamkomulagið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í dag komst ég að því, til dæmis, að stór hluti vinnunnar minnar snýst um að gera ekki neitt,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, í athyglisverðri grein í Morgunblaðinu í dag.

Í grein sinni fjallar Björn Leví meðal annars um pólitíkina á Alþingi og hvernig kaupin gerast á eyrinni í raun og veru.

„Hvert viljum við fara? Hvað viljum við gera? Hvað getum við gert? Stóru spurningarnar eru margar en svörin eru yfirleitt utan seilingar. Það skiptir þó máli í hvaða samhengi við spyrjum stóru spurninganna. Stundum eru þær um lífið, alheiminn og allt. Stundum eru þær bara um hvað við viljum borða. Oft snúast spurningarnar hins vegar um vinnuna. Vinnusemi og að vera duglegur virðist oft vera einhvers konar einkenni Íslendinga og ástæðan fyrir því á að vera augljós. Þegar betur er að gáð er ástæðan það alls ekki. Í dag komst ég að því, til dæmis, að stór hluti vinnunnar minnar snýst um að gera ekki neitt.“

Björn Leví segir að vinnustaðurinn hans, Alþingi, sé skipulagður svona.

„Á Alþingi leggjum við fram alls konar mál. Ræðum allt á milli himins og jarðar. Við viljum gera allt betur og gera allt betra. Svo deyr það í nefnd. Það er nefnilega skrítið markmið að örlög langflestra allra hinna merkilegu, og ómerkilegu, mála sem lögð eru fram á löggjafarþinginu okkar eru að enda ævi sína í nefnd. Nefndarvinnan, þar sem allt góða starfið á að fara fram ólíkt því sem alþjóð sér í ræðustól Alþingis, er hulin ákveðnum leyndarhjúp. Þar gerist alvöru pólitíkin. Ekki uppbyggilega pólitíkin eða rökræður um kosti og galla.“

Björn Leví segir að þar fari ekki fram heimspekilegar umræður um grundvallarlögmál velferðarsamfélagsins, eins og hann orðar það. Inn í nefndirnar komi mál, þau fái umsagnir og þá komi stundum gestir til að kynna umsögn sína og svara spurningum nefndarmanna. En svo gerist ekki meira í langflestum tilfellum, segir hann.

„Allar góðu hugmyndirnar fara bara ofan í skúffu meirihlutans þangað til næsta þing byrjar og nákvæmlega sami skrípaleikur endurtekur sig. Þetta er nefnilega skrípaleikur. Þetta er leikur þar sem meirihlutinn þarf ekki að gera grein fyrir afstöðu sinni til allra þeirra fjölbreyttu mála sem lögð eru fram. Það sem meira er þetta er oft skrípaleikur stjórnarandstöðunnar líka þar sem vitað er að mál komast hvort eð er aldrei í gegnum nefnd þá er hægt að leggja þau fram, skora pólitísk samfélagsstig og meina í raun ekkert með þeim.“

Björn Leví segir að þetta sé hægt að því að nefndir klári nánast aldrei þau mál sem koma til þeirra.

„Svörin við stóru spurningunum á Alþingi eru því ekkert utan seilingar. Þær eru mjög einfaldar og leikjafræðilegar í sniðum. Svörin koma upp um ábyrgðarleysi stjórnvalda, stjórnmálaflokka og þingmanna. Flestir meina vel en þegar á hólminn er komið þá fer lítið fyrir stóru orðunum. Þess vegna sjáum við flokka hinna stóru orða fyrir kosningar hverfa í útúrsnúningum og loðyrðum morgundagsins. Allt fyrir valdið og algjört samviskuleysi. Af hverju? Af því að þeir komast upp með það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega