fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 18. febrúar 2019 15:59

Þórólfur Árnason er forstjóri Samgöngustofu. Samsett mynd DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, hyggst sækja um forstjórastarf Samgöngustofu þegar það verður auglýst á næstunni. Þetta staðfesti Þórólfur við Eyjuna í dag.

Fullyrt var á vef Eiríks Jónssonar blaðamanns, að Þórólfur myndi hætta þegar staðan yrði auglýst, en Þórólfur kvað svo ekki vera:

„Ráðuneytið hefur gefið það út að staðan verði auglýst, en ég hyggst að sjálfsögðu sækja um stöðuna, það hefur gengið vel og við höfum náð góðum árangri, þannig að ég ætla sækja um þegar staðan verður auglýst,“

sagði Þórólfur.

Tilkynning, annars framlengt

Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna skulu þeir skipaðir tímabundið til fimm ára í senn, en Þórólfur tók við starfinu í ágúst 2014.

Tilkynna þarf þeim sem embættin skipa, að til standi að auglýsa stöður þeirra til umsóknar. Þetta þarf að gera sex mánuðum áður en skipunartíminn rennur út, ellegar framlengist skipanatími þeirra sjálfkrafa um önnur fimm ár, hafi þeir ekki óskað eftir að láta af störfum sjálfir.

Samgöngustofa heyrir undir samgöngu- og sveitastjórnarráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar og hefur Sigurður þegar upplýst Þórólf um að staðan verði auglýst.

Alls 24 sóttu um starfið fyrir fimm árum síðan, þar á meðal Stefán Eiríksson, þáverandi lögreglustjóri og núverandi borgarritari.

Umsækjendur árið 2014 voru eftirfarandi:

Agnar Kofoed-Hansen, stjórnunarráðgjafi
Birgir Elíasson, hagverkfræðingur
Dagný Jónsdóttir, framkvæmdastjóri
Eggert Norðdahl, teiknari, rithöfundur og flugmaður
Elín Björg Ragnarsdóttir, lögfræðingur
Eva Magnúsdóttir, ráðgjafi MBA
Eyþór Björnsson, Fiskistofustjóri
Gerður Pálmarsdóttir, gæða- og mannauðsstjóri
Guðmundur Guðmundsson, gæðastjóri
Halla Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri
Halldór Zoëga, rekstrarverkfræðingur og stjórnsýslufræðingur
Haraldur Sigþórsson, doktor Ing.
Helga Þórisdóttir, lögfræðingur
Karl Alvarsson, lögfræðingur
Katla Þorgeirsdóttir, lögfræðingur
Lilja G. Karlsdóttir, samgönguverkfræðingur
Lúðvík Þorgeirsson, framkvæmdastjóri
Ólafur Steinarsson, fráfarandi sveitarstjóri
Reynir Sigurðsson, framkvæmdastjóri
Sigurbergur Björnsson, skrifstofustjóri
Sigurður Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri
Svana Margrét Davíðsdóttir, lögfræðingur
Þórólfur Árnason, iðnaðar- og rekstrarverkfræðingur

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus