fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

Segja engar upplýsingar til um tekjur af laxveiði

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 18. febrúar 2019 11:30

David Beckham er einn þeirra sem rennt hafa fyrir lax hér á landi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt Hagstofu Íslands hefur stofnunin engar upplýsingar um tekjur af lax- og silungaveiði hér á landi. Vestfirski netmiðillinn Bæjarins besta (BB) greinir frá þessu í dag.

Þar segir að BB hafi leitað upplýsinga hjá Hagstofu Íslands um tekjur af veiðihlunnindum, lax- og silungsveiði í október í fyrra, en fengið þau svör að samantekt yfir tekjur slíkra veiða væru hvergi til, eftir því sem best væri vitað. Nefnt var að sala veiðileyfa teldist sem „leiga á landi“ og væri ekki virðisaukaskattskyld.

Í svari Hagstofu Íslands var þó tekið fram að þetta væri áhugaverð fyrirspurn og að athugað yrði hvað finna mætti á ársreikningum og skattagögnum veiðifélaga.

Bæjarins besta lagði fram aðra fyrirspurn tveimur mánuðum síðar og fékk þá eftirfarandi svör:

„Veiðifélög eru ekki skyldug til að skila ársreikningum þannig að þau gögn eru yfirleitt ekki til staðar. Þannig að því miður erum við með ansi lítið af gögnum um þess háttar starfsemi.“

Bent var á skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um virði lax- og silungsveiða, sem kom út í október og Eyjan greindi frá. Þar kom fram að stangveiðimenn hefðu árið 2018 greitt alls 4,9 milljarða króna fyrir veiðileyfi hér á landi og að tekjur veiðifélaga hafi verið um 2,8 milljarðar króna.

Segir í skýrslunni að tekjur af stangveiði séu ein af meginstoðum landbúnaðar hér á landi, eða 28 prósent af hagnaði og launakostnaði. Alls renna 50-62 þúsund íslendinga fyrir lax eða silung og um 3400 veiðibýli eiga veiðirétt.

Sjá nánarStangveiðimenn greiddu 4,9 milljarða fyrir veiðileyfin – Verðmætið sagt 170 milljarðar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þykir miður að kaupin á TM hafi orðið umdeild

Þykir miður að kaupin á TM hafi orðið umdeild
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Katrín og kosningastjórinn afsala sér biðlaunum

Katrín og kosningastjórinn afsala sér biðlaunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sagan muni dæma þau og tíminn leiða í ljós hvað það muni kosta Reykvíkinga – „Þetta eru daprir tímar“

Sagan muni dæma þau og tíminn leiða í ljós hvað það muni kosta Reykvíkinga – „Þetta eru daprir tímar“