fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Boða til mótmæla utan við Landsbankann í dag: „Sjálftaka elítunnar er óþolandi“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 18. febrúar 2019 09:16

Lilja Björk Einarsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um 30 manns hafa boðað komu sína í mótmæli utan við Landsbankann í Austurstræti í hádeginu í dag, þegar þetta er skrifað. Er háum launum Landsbankastjórans Lilju B. Einarsdóttur mótmælt og þess krafist að þau verði lækkuð. Lilja hlaut um 82 prósenta hækkun á launum sínum á innan við ári, um alls 1,7 milljón. Þeir sem standa að mótmælunum eru hin svokölluðu „gulu vesti“ sem segja  launahækkun Lilju vera „óþolandi sjálftöku elítunnar“, en hækkunin sé á við laun 11 gjaldkera bankans:

„Bankaráð Landsbankans, sem er í eigu almennings, hækkaði laun bandastjórans um 80% svo nú hefur hún laun á við ellefu bankagjaldkera. Sjálftaka elítunnar er óþolandi, vaxandi misskipting í samfélaginu er óþolandi, það er óþolandi að fámennur hópur geti skammtað sér há laun á sama tíma og aðrir fá svo lág laun að þau duga ekki fyrir framfærslu út mánuðinn. Sýnum samstöðu og mætum til hádegismótmæla við Landsbankann við Austurstræti 11, mótmælum ákvörðun bankaráðs og krefjumst þess að laun bankastjórans verði lækkuð aftur. Lækkið laun bankastjórans!“

Gunnar Smári Egilsson, sósíalistaforingi, deilir viðburðinum á Facebook síðu sinni og segir að hin umdeilda launahækkun Lilju sé 80-föld samanborið við þá hækkun sem almenningi standi til boða í kjaraviðræðum:

„Segið hug ykkar um 80% hækkun bankastjóra, 1600 þús. kr. á mánuði þegar almenningi er boðið 20 þús. Munurinn er 80 faldur, bankastjórinn fær hækkun á við 80 gjaldkera.“

Ekki er tilgreint um hversu mikla upphæð eða prósentu laun Lilju eigi að lækka.

Nánar má lesa um viðburðinn hér.

Lilja með lægstu launin

Af bankastjórum þriggja stærstu viðskiptabankanna er Lilja ennþá með lægstu launin, þrátt fyrir hækkunina. Þrátt fyrir það náði Landsbankinn besta rekstrarárangri allra þriggja bankanna á síðasta ári, en hagnaður Landsbankans nam 19,3 milljörðum. Íslandsbanki var með um 10,6 milljarða króna hagnað og Arion-banki með um 7,8 milljarða hagnað.

Miðað við árangurinn gæti einhver haldið því fram að Lilja ætti að vera launhæst bankastjóranna þriggja, en ekki launalægst.

Landsbankinn og Íslandsbanki eru í eigu ríkisins, en Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, þénaði 56,9 milljónir í fyrra í föstum launum og árangurstengdar greiðslur voru 3,9 milljónir. Heildarlaunin voru því 63,5 milljónir.

Til samanburðar eru árslaun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, Landsbankastjóra, „aðeins“ 44 milljónir, eða 3,8 milljónir á mánuði, en hún hlaut tvær launahækkanir á innan við ári, um samtals 1,75 milljónir á mánuði, sem hafa orðið tilefni mikillar gagnrýni og reiði í samfélaginu.

Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, er launahæstur bankastjóra þriggja stærstu viðskiptabankanna, með 67,5 milljónir á ári, auk bónusa, sem voru 7,2 milljónir. Alls 74,7 milljónir.

Samtals eru árslaun bankastjóranna því 182,2 milljónir.

Sjá einnig: Sjáðu laun bankastjóranna í samhengi við afkomu bankanna – Fær Lilja þriðju launahækkunina ?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus