fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Inga Sæland brjáluð út í borgarstjóra – Henni var ekki boðið

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 15. febrúar 2019 15:48

Inga Sæland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og þingmaður, fékk ekki boð frá borgarstjóra um að sitja samtalsfund þingmanna og borgarfulltrúa sem hófst núna seinnipartinn. Frá þessu greinir hún á Facebook nú síðdegis.

Segir hún um mismunun að ræða og mótmælir slíkum vinnubrögðum harðlega:

„Í þessum skrifuðu orðum, er nýhafinn fundur í Höfða í boði Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Þetta mun vera samtalsfundur þingmanna og borgarfulltrúa. Allir sitjandi þingflokkar á Alþingi Íslendinga hafa fengið slíkt boð fyrir utan Flokk fólksins. Hér með mótmæli ég þessum vinnubrögðum harðlega. Það finnst engin afsökun fyrir þessari mismunun. Flokkur fólksins á bæði fulltrúa á þingi og í borgarstjórn.
Ég er kjördæmakjörinn þingmaður í Reykjavíkurkjördæmi suður og sætti mig ekki við svona framkomu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus