fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Sönn hetja úr blaðamannastétt – og svo annar sem var argasti lygari

Egill Helgason
Fimmtudaginn 14. febrúar 2019 20:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mr. Jones er kvikmynd sem ætti að vekja athygli þeirra sem hafa áhuga á sögu 20. aldar – og líka þeirra sem láta sér annt um frjálsa blaðamennsku. Myndin fjallar gerist í upphafi fjórða áratugarins, á skelfilegum tíma þegar alræði var að komast á út um alla Evrópu, og fjallar um blaðamanninn Gareth Jones og afrek hans við að segja sannar fréttir frá Sovétríkjunum.

Það féll ekki í góðan jarðveg, því á þessum árum áttu Sovétríkin sér ákafa fylgismenn sem tóku öllu neikvæðu sem þaðan kom sem lygum – auk meðreiðarfólks sem stundum hefur gengið undir heitinu „nytsamir sakleysingjar“, það var heillað af kommúnismanum og kærði sig vart um annað en glansmyndir þaðan.

Gareth Jones, sem var ungur blaðamaður, ættaður frá Wales, steig inn í þennan heim. Hann var óhræddur, fylgdist með valdatöku nasista í Þýskalandi 1933, en fór svo strax á eftir til Sovétríkjanna. Hann gerði sér vonir um að fá að taka viðtal við Stalín og var í sambandi við Walther Duranty, fréttamann New York Times í Moskvu. Sá þykir núorðið einhver óvandaðasti blaðamaður sögunnar, var í rauninni leiguþý Sovétstjórnarinnar, lifði á því góðu lífi, og dældi út fegruðum og ósönnum fréttum um Sovétríkin.  Blaðamaðurinn Malcholm Muggeridge, sem einnig skrifaði um neyð og glæpaverk í Sovétríkjunum, kallaði hann einn stórtækasta lygara sögunnar.

Jones tókst af miklu atfylgi að komast til Úkraínu. Þar varð hann vitni að hungursneyðinni miklu sem kölluð er Holodomor. Þetta var hungur af mannavöldum, maturinn var beinlínis hrifsaður burt, til að beygja bændur og úkraínsku þjóðinna. Milljónir manna dóu. Núorðið er þetta flokkað sem þjóðarmorð, einn stærsti glæpur sögunnar, en Sovétstjórnin viðurkenndi ekki neitt og nótar hennar eins og Duranty úthrópuðu Jones sem óheiðarlegan og ósannsöglan ævintyýramann.

Gareth Jones var síðan meinað að koma aftur til Sovétríkjanna. Árið eftir fór hann til Mansjúríu þar sem var stríðsástand. Þar var honum rænt og hann myrtur – grunur er um að það hafi verið að undirlagi NKVD, sovésku leynilögreglunnar, í hefndarskyni. Gareth Jones var þá rétt um þrítugt.

Kvikmyndin sem byggir á þessum atburðum er gerð af pólska leikstjóranum Agnieszka Holland. Hún á merkan feril bæði fyrir og eftir fall járntjaldsins, hefur bæði leikstýrt og skrifað handrit að myndum sem fjalla um sögu tuttugustu alarinnar, oft á tíma kommúnista og nasista, myndin In Darkness frá 2011 segir til dæmis frá gyðingum sem földu sig í holræsum borgarinnar Lwów í helförinni.

Mr. Jones var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Berlín fyrir skemmstu. Það er James Norton sem leikur Gareth Jones en hinn ógeðfellda Duranty leikur Peter Sarsgaard.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Birgir í klemmu

Orðið á götunni: Birgir í klemmu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?