fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Gulvestungar boða mótmæli fyrir utan Tryggingastofnun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 14. febrúar 2019 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Boðað hefur verið til mótmælafundar fyrir utan Tryggingastofnun ríkisins, Laugavegi 114, kl. 12:10 á föstudag. Verður þar mótmælt skerðingu stofnunarinnar á lífeyri öryrkja með búsetu utan Íslands en skerðingin hefur verið úrskurðuð ólögleg.

Í texta á Facebook-síðu viðburðarins segir:

„Boðað er til fyrstu hádegismótmælanna við hús Tryggingastofnunar kl. 12:10 föstudaginn 15. Febrúar.

Tryggingastofnun ríkisins skerti lífeyri hjá öryrkjum vegna búsetu utan Íslands í meira en tíu ár þrátt fyrir ábendingar um að það væri ólöglegt. Umboðsmaður Alþingis tók undir umkvartanir öryrkja og loks úrskurðaði velferðarráðuneytið að skerðingin hafi verið ólöglega og að Tryggingastofnun ætti að greiða fólkinu fullan lífeyri.

En ekkert hefur gerst. Þrátt fyrir að fólkið sem mátti þola skerðinguna sé meðal fátækasta fólki á landinu og hafa allra síst efni á að lána ríkissjóði peninga hefur ekkert af öryrkjunum fengið greitt það sem tekið var af þeim, ekki krónu.“

Nokkuð athyglisvert er að mótmælin eru kennd við gul vesti. Undir tilkynningu til fjölmiðla um fundinn er skrifað:

„Stillum siðferðiskompásinn og lyftum mennskunni í æðra veldi!

Helga Björk Magnúsd. Grétudóttir

GULU VESTIN“

Miklar mótmælaaðgerðir hafa undanfarna mánuði verið í Frakklandi sem kennd eru við gul vesti. Nokkuð hefur einnig kveðið að hreyfingunni í Bretlandi en foringi hennar þar er bendlaður við það sem kallað er alt-right, þ.e. hægri stefnu sem er andsnúin Evrópusambandinni, alþjóðvæðingu viðskiptalífsins og innflytjendum.

DV náði tali af skipuleggjanda mótmælendanna, Helgu Björk, og segir hún að hópurinn hafi engin tengsl við erlenda gulvestunga:

„Við erum nokkur búin að klæðast í gulum vestum í gegnum árin. Okkur fer fjölgandi.“

En hver er uppruni gulu vestanna á Íslandi?

„BÓT aðgerðarhópur fyrir bættu samfélagi, stofnaður 2010. Hefur barist í þágu langveikr örorkulífeyrisþega, eftirlaunaþega, atvinnuleitendur, félagsbótaþega, lífeyristaka og láglaunaþræla.“

Sjá nánar hér og hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn