fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Erna Ýr óánægð með að Blaðamannafélagið hafi ekki fjallað um mál hennar og Snæbjarnar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 14. febrúar 2019 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erna Ýr Öldudóttir, blaðamaður á vefritinu Viljinn, er óánægð með að Blaðamannafélag Íslands hafi ekki fjallað um atvik er varð um síðustu helgi, er Snæbjörn Brynjarsson, varaþingmaður Pírata, veittist að henni á skemmtistað. Snæbjörn lýsti yfir fyrirlitningu sinni á Ernu fyrir það að hún starfaði á Viljanum, þar sem varaþingmaðurinn fyrrverandi virðist hafa horn í síðu eiganda miðilsins, Björns Inga Hrafnssonar. Einnig staðhæfir hún að Snæbjörn hafi hótað sér ofbeldi en hann neitar því. Segir Erna að hún hafi upplifað að sér væri ógnað.

Fjallað var um málið í Fréttablaðinu á mánudaginn og nokkrum vefmiðlum. Snæbjörn sagði af sér varaþingmennsku um leið og málið kom upp.

Erna Ýr skrifar á Facebook-síðu sína í dag:

„Blaðamannafélag Íslands, sem ég er greiðandi meðlimur í, hefur enn ekki fjallað um málið eða haft samband við mig, eftir að varaþingmaður Pírata, sem sat seinast á Alþingi í desember, ógnaði mér vegna starfs míns. Fáir fjölmiðlar hafa fjallað um málið eða haft samband við mig, en ýmsir eru tilbúnir að leyfa ofstopamanninum að „grenja sig hvítan aftur“ með hjartnæmum fréttum af „afsögn“ hans, iðrun og yfirbót.“

Andrés Magnússon, blaðamaður á Viðskiptablaðinu, skrifar fjölmiðlapistil um um málið í Viðskiptablaðið í morgun þar sem segir óskiljanlegt að Blaðamannafélag Íslands hafi ekki fjallað um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins