fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Sólveig Anna: „Samkvæmt Mogganum hafið þið það frábært, betra en annarsstaðar“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 13. febrúar 2019 15:25

Samsett mynd DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Staksteinum Morgunblaðsins er talað um hvernig kaupmáttur launa á Íslandi hafi vaxið með áður óþekktum hætti undanfarin ár. Vísað er til verðkönnunar ASÍ um matarkörfuna hér á landi, en í ljós kom að hún er hátt í 70 prósent dýrari hér en í Finnlandi.

„Einnig er vitað að þessi gríðarlegi vöxtur hefur reynt mjög á fyrirtækin í landinu sem eru því miður ekki öll fær um að takast á við þessar miklu launahækkanir. Þrátt fyrir þetta skýtur stundum upp hugmyndum þess efnis að almenningur á Íslandi hafi það slæmt og að kjör séu betri annars staðar,“

segja Staksteinar og nefna að Íslendingar séu fljótari að vinna fyrir mánaðarlegum matarútgjöldum en tíðkast erlendis, líkt og Samtök atvinnulífsins hafa bent á.

„Þetta er það sem máli skiptir og þetta er meðal þess sem þarf að verja í þeim samningaviðræðum sem nú standa yfir. Vonandi hafa þeir sem að viðræðunum koma burði til að sjá samhengið og átta sig á ábyrgð sinni.“

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er kaldhæðin í gagnrýni sinni á Staksteinaskrifin. Hún segir:

„ATH. ræstingarfólk og leikskólaliðar!
Samkvæmt Mogganum hafið þið það frábært, betra en annarsstaðar. SA hefur reiknað það út að ótrúlega hátt matvælaverð á Íslandi er aðeins svo ótrúlega hátt vegna þess að hér er allt eins gott og það getur orðið og í raun miklu betra. Væntanlega gildir það sama um húsaleigu sem hefur einmitt hækkað og hækkað; það er aðeins sönnun á því að allt er best hér. Jei!“

Hún segir ekki mikið eftir þegar húsleigan hefur verið greidd:

„Þannig að ekki verða leið þegar þið fáið í ráðstöfunartekjur 280.000 krónur og húsaleigan er 200.000 og svo eigiði eftir að kaupa mat út allan mánuðinn og borga tómstundir fyrir börnin ykkar og kannski kaupa smá Íbúfen og dömubindi; það að peningurinn sé strax búinn er bara vegna þess að Ísland er best og þið eruð heppnasta vinnufólk í öllum heiminum. Til hamingju með það!“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus