fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Bryndís: Framkoma Ingibjargar ömurlegasta dæmið um óheilindi, óheiðarleika og ódrenglyndi

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 12. febrúar 2019 14:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hún er komin heim. Hvur? Hún Sólrún, þú veist. Hún var oddviti annars stjórnarflokksins sem rústaði þjóðfélagið í hruninu – manstu? Og það var hún sem sagði svo eftirminnilega við tíu þúsund fjölskyldur, sem misstu allt sitt í hruninu: „Þið eruð ekki þjóðin.“ Orðin svíða. Þau sitja eftir í þjóðarminninu.“

Þannig hefst pistill eftir Bryndísi Schram í Morgunblaðinu þar sem hún heggur í átt að Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur fyrrverandi formanni Samfylkingarinnar. Ljóst er að greinin er skrifuð vegna umræðu sem hefur átt sér stað um Jón Baldvin Hannibalsson. Ingibjörg sem í dag starfar sem forstjóri Lýðræðis og mannréttindaskrifstofu OSE skrifaði á dögunum Facebook-status þar sem hún kvaðst ekki geta stutt veru Jóns á framboðslista Samfylkingarinnar eftir að hafa séð bréfaskriftir hans við Guðrúnu Harðardóttur, frænku hans.

Bryndís kemur víða við í grein sinni, segir Ingibjörgu, sem hún kallar Sólrúnu í grein sinni, hafa verið á skattfrjálsum ofurlaunum sem fulltrúi þjóðarinnar í Afganistan og segir að hún hafi vart þorað út fyrir herstöðina þar sem hún dvaldi.

Þá segir Bryndís: „En upp á síðkastið hefur hún verið á faraldsfæti, aðallega í AusturEvrópu, til að brýna fyrir valdhöfum í Ungó og Póllandi að standa vörð um réttarríkið. Hvernig þá? Jú, hún er að vara við því að valdhafarnir þar leyfi dómstólum götunnar að vaða uppi og líði það að andstæðingar séu teknir pólitískt af lífi, án dóms og laga.“

Öfgafemínistar yfirtekið Samfylkinguna

Bryndís kemur eiginmanni sínum til varnar.

Þá gagnrýnir hún Ingibjörgu fyrir landdómsmálið þar sem Geir var sá eini sem dreginn var til ábyrgðar en hún hefði svikist undan ábyrgð og vill meina að samstarfsflokkar kalli það svik aldarinnar innan sinna raða. Bryndís snýr sér svo að Jóni Baldvin og vill

„Einn sagði að þessi framkoma Sólrúnar væri ömurlegasta dæmið í íslenskri stjórnmálasögu um óheilindi, óheiðarleika og ódrenglyndi. Vá … – hver sagði þetta? Það var víst þessi Jón Baldvin. Og hann hefur ekki verið að skafa utan af því. Hann lætur að því liggja að „öfgafeministar“, lærimeyjar Sollu, hafi yfirtekið Samfylkinguna svo að alvörukrötum sé þar varla vært mikið lengur.“

Þá segir Bryndís að gagnrýni frá Ingibjörgu Sólrúnu eigi að taka sem hóli. Þá gagnrýnir Bryndís einnig Loga Einarsson formann Samfylkingarinnar fyrir stuðning við Ingibjörgu. Bryndís segir:

„Hefurðu heyrt hvað Solla kallar konurnar sem í skjóli nafnleyndar eru að segja ljótar sögur um Jón Baldvin? Hún kallar þær hetjur, en ekki hugleysingja. Og hverju svarar Jón Baldvin? Hann segir að ef karakter af þessu kaliberi (og á víst við Sólrúnu) hallmælir manni megi sá hinn sami meðtaka það sem hól.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma