fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Ástarbrautin, Sólarlagsbrautin, Gullströndin

Egill Helgason
Laugardaginn 26. janúar 2019 00:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi ljósmynd er tekin 1975 á veginum milli Reykjavíkur og Seltjanarness – leiðinni meðfram sjónum. Nú er þetta kallað Eiðsgrandi en þó finnst manni eins og það hafi heitað Eiðisgrandi. Þetta mál er rakið í blaðagrein í Tímanum 1981, það var þá að húsbyggingar voru að hefjast fyrir alvöru á svæðinu. Segir að Reykjavíkingar hafi notað nafnið Eiðsgranda en Seltirningar talað um Eiðisgranda. Nafnið sé komið frá bænum Eiði sem stóð á mörkum Seltjarnarness og Reykjavíkur – þar bjó kunnur maður sem var kallaður Meyvant á Eiði.

Sá sem þetta skrifar hefur alltaf talað um Eiðisgranda.

 

 

En við sjáum á þessum myndum  hvað hafa orðið gríðarlegar breytingar á þessu svæði á ekki nema fjórum áratugum. Þarna er sama og engin byggð kringum 1980, en fáum árum síðar, eins og hendi sé veifað, eru mýrarnar  horfnar, það er búið að gera miklar uppfyllingar og risin heil hverfi sitthvoru megin við markalínuna milli bæjarfélaganna. Núna finnst manni eins og þau séu orðin gamalgróin þótt þau teljist kannski seint vera falleg – arkítektúrinn er í stílnum sem kallast brútalismi.

Myndin hér að neðan er tekin af Valhúsahæðinni, rétt fyrir neðan Mýrarhúsaskóla sýnist manni, snemma árs 1981. Mikið af þessu landi voru mýrar sem voru þurrkaðar upp þegar farið var að byggja.

 

 

En aftur að upphafi greinar. Fólk sem komið er á miðjan aldur man líklega að vegurinn meðfram sjónum og út á Nes var stundum kallaður Sólarlagsbrautin, enda fór fólk þangað og fer enn til að horfa á sólina setjast í vestri. Annað nafn sem var notað um þessa leið var Ástarbrautin – uppruni heitisins er líklega tvíþættur, þetta þótti nokkuð rómantískur staður við sólarlagsbil og hins vegar var hægt að stelast þangað til að kyssast og kela, annað hvort fótgangandi eða í bíl.

Enn eitt heiti sem má rifja upp í þessu sambandi er Gullströndin. Þarna voru í eina tíð öskuhaugar Reykjavíkur. Pétur Hoffmann Salómonsson var sérstæður karl sem hélt til við öskuhaugana og fann þar ýmislegt sem honum þótti merkilegt og verðmætt. Hélt sýningar á sumu og seldi jafnvel gripi sem komu upp úr haugunum. Því fór hann að nefna staðinn Gullströndina.

Verður eiginlega að segja að allt eru þetta, Sólarlagsbrautin, Ástarbrautin, Gullströndin, fegurri orð en Eiðsgrandi og Eiðisgrandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“