fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Nóbelsverðlaunahafar vara við hruni Evrópu

Egill Helgason
Föstudaginn 25. janúar 2019 19:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Evrópa er að molna í sundur fyrir augunum á okkur, segir í opnu bréfi sem 30 menntamenn, rithöfundar og Nóbelsverðlaunahafar birta í nokkrum víðlesnum dagblöðum álfunnar í dag.

Meðal þeirra sem skrifa undir bréfið eru rithöfundarnir Milan Kundera, Salman Rushdie, Ian McEwan, Svetlana Alexievitsj, Hertha Müller, Ismail Kadare, Elfride Jelinek, Mario Vargas-Llosa, David Grossman, Leila Slimani, Jens Christian Grøndahl, Bernard Henry-Levy, Colm Toibin og Anne Applebaum.

Bréfið er bæði viðvörun og herhvöt.

Það er varað við falsspámönnum og lýðskrumurum sem ali á hatri og andúð í nafni þjóðrembu. Því miður sé Evrópa að glata bandalagsþjóðum sem hafi tvívegis komið álfunni til bjargar – Bandaríkjunum og Bretlandi. Núverandi íbúar í Kreml stundi frekleg afskipti í málefni álfunnar. Hugmyndin um Evrópu sé að leysast upp fyrir augum okkar.

Það sé sérstakt áhyggjuefni að í þessu andrúmslofti verði kosið til Evrópuþingsins í maí næstkomandi. Þessar kosningar gætu endað með skelfingu, segir í bréfinu. Þeir sem vilja Evrópu feiga gætu orðið sigurvegarar. Fyrir þá sem trúi á arfleifð Dantes, Erasmusar, Goethes og Comeniusar sé vart annað í sjónmáli en afhroð. Stjórnmál þar sem ríkir óbeit á menntum og menningu geti farið með sigur af hólmi.

Greinarhöfundar segjast ekki vilja sætta sig við slíkan ósigur. Þeir segjast tilheyra hópi evrópskra ættjarðarvina – hann sé miklu fjölmennari en almennt sé talið en hann sé oftast of þögull og hógvær. Menn þurfi að skilja hvað er í húfi – 30 árum eftir fall Berlínarmúrsins sé aftur barist um siðmenninguna.

30 menningarnir hvetja fólk til að hefja aftur á loft merki Evrópu, sem þrátt fyrir ótal mistök og skort á kjarki sé enn leiðarljós fyrir frjálsa karla og konur hvarvetna í heiminum. Það þurfi að hefja á ný baráttu fyrir hugmyndinni um Evrópu ella sætta sig við að hún glatist undir bylgjum pópúlisma.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega