fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Atvinnuleysi mældist 1,4% í desember

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 24. janúar 2019 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áætlað er að 201.600 manns á aldrinum 16–74 ára hafi að jafnaði verið á vinnumarkaði í desember 2018, samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands, en það jafngildir 79,6%  atvinnuþátttöku. Af þeim voru 198.800 starfandi og 2.800 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 78,5% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 1,4%.

Samanburður mælinga fyrir desember 2017 og 2018 sýnir að vinnuaflið minnkaði örlítið, eða um 100 manns og hlutfall þess af mannfjölda lækkaði um 2,2 prósentustig. Starfandi fólki fjölgaði um 3.200 manns, en hlutfall starfandi af mannfjölda lækkaði um 0,8 prósentustig. Atvinnulausir í desember 2018 mældust 3.300 færri en í sama mánuði árið 2017 þegar þeir voru 6.100 eða 3,0% af vinnuaflinu. Mikilvægt er að hafa í huga að þrátt fyrir að mæling atvinnuleysis í desember 2018 sé óvenju lág þá er munurinn á atvinnuleysi milli nóvember og desember ekki tölfræðilega marktækur né heldur munurinn á mælingum atvinnuleysis í desember 2017 og desember 2018. Alls voru 51.700 utan vinnumarkaðar í desember 2018 sem er fjölgun frá því í desember 2017 þegar þeir voru 44.900.

Flæðirit — Vinnumarkaður 16–74 ára, desember 2018

Samtala undirliða þarf ekki að koma heim við heildartölur vegna námundunar. Öryggisbil (95%), atvinnuleysi: Alls ±0,9; karlar ±1,3; konur ±1,2

Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi var 3,6% í desember 2018
Íslenskur vinnumarkaður sveiflast reglulega milli mánaða vegna árstíðabundinna þátta. Samkvæmt árstíðaleiðréttum tölum var fjöldi fólks á vinnumarkaði 203.800 í desember 2018. Árstíðarleiðrétt atvinnuþáttaka var 80,6% í desember, sem er rúmlega einu og hálfu prósentustigi minna en í nóvember. Samkvæmt árstíðaleiðréttingunni voru atvinnulausir 3.400 í desember eða 1,7%, sem er 1,8 prósentustigi lægra en í nóvember. Fyrir sama tímabil var leiðrétt hlutfall starfandi fólks 79,2%, sem er 0,1 prósentustigi lægra en það var í nóvember. Þegar horft er til síðustu tólf mánaða sýnir leitni vinnuaflstalna að atvinnuþátttaka dróst saman um 0,3 prósentustig, á meðan hlutfall starfandi jókst um 0,1 prósentustig og atvinnuleysi lækkaði um 0,5 prósentustig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus