fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Eyjan

Vilja sameiginlega norræna siðanefnd

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 23. janúar 2019 15:30

Svíar vilja meiri samvinnu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norðurlöndin ættu að koma á fót einni siðanefnd vegna allra norrænna klínískra lyfjarannsókna. Þetta er skoðun Norrænu þekkingar- og menningarnefndarinnar sem vill að norrænu ríkisstjórnirnar vinni að því að þessi nefnd verði að veruleika.

Nú verða vísindamenn sem ætla að stunda klínískar lyfjarannsóknir á Norðurlöndum að fá siðfræðilegt mat í hverju landi fyrir sig. Með sameiginlegri norrænni siðanefnd yrði um að ræða einn aðila sem tæki ákvörðun vegna allra þeirra landa sem taka þátt.

Þetta sparar bæði tíma og fjármuni að mati Norrænu þekkingar- og menningarnefndarinnar.

„Norrænu ríkin eru dugleg að gera klínískar rannsóknir en í flestum tilvikum eru löndin of smá hvert um sig til þess að geta laðað til sín lyfjarannsóknir í harðri alþjóðlegri samkeppni. Ef við fáum Norðurlöndin til þess að vinna saman sem eitt svæði á þessu sviði verðum við strax mun vænlegri kostur,“

segir Johanna Karimäki frá Flokkahópi miðjumanna í Norðurlandaráði og formaður nefndarinnar .

Norðurlöndin bjóða upp á einstakar aðstæður

Nefndin tekur fram að norrænu ríkin hafi góða innviði fyrir rannsóknir. Þau hafi einnig aðgengi að miklum fjölda heilbrigðisskráa og lífbanka sem veita einstakt tækifæri til þess að fylgjast með áhrifum einstakra lyfja. Þess vegna geta norrænar heilbrigðisrannsóknir boðið aðstæður sem eru einstakar á heimsvísu.

Norræna þekkingar- og menningarnefndin samþykkti nefndarálitið um siðanefndina á fundi sínum í Reykjavík 22. janúar. Norræna velferðarnefndin hefur einnig haft tillöguna til meðferðar og styður hana.

„Prófun á lyfjum skiptir sköpum fyrir heilsu komandi kynslóða. Norrænar heilbrigðisrannsóknir verða einstakar í heiminum og ef slíkar rannsóknir eru ekki fyrir hendi staðnar heimurinn,“

segir formaður velferðarnefndarinnar, Bente Stein Mathisen sem situr í Flokkahópi hægrimanna í Norðurlandaráði.

Tillagan kom upphaflega frá Flokkahópi hægrimanna.. Hún fer nú áfram til samþykktar í Norðurlandaráði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Fagmaður í fyndni – vill færa forsetann til Akureyrar á sumrin

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Fagmaður í fyndni – vill færa forsetann til Akureyrar á sumrin
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Næstum 100 milljónir á síðasta ári frá ríkinu til fyrirtækisins sem aðstoðar Katrínu

Næstum 100 milljónir á síðasta ári frá ríkinu til fyrirtækisins sem aðstoðar Katrínu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hannes Hólmsteinn sakar Gunnar Smára um að vera Steinunn Ólína – „Þú ert svo illa að þér og ólæs“

Hannes Hólmsteinn sakar Gunnar Smára um að vera Steinunn Ólína – „Þú ert svo illa að þér og ólæs“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórmerkileg klíka; Morgunblaðið – Katrín Jakobsdóttir – Sjálfstæðisflokkurinn

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórmerkileg klíka; Morgunblaðið – Katrín Jakobsdóttir – Sjálfstæðisflokkurinn