fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Ragnar Þór svarar veitingamönnum: „Staðreyndin varð samt allt önnur“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 22. janúar 2019 11:35

Samsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir hugmyndafræði talsmanna fyrirtækja í veitingahúsaeiganda byggja á hagfræðikenningum sem séu samfélagslega skaðlegar. Notar hann dæmi frá Seattle í Bandaríkjunum máli sínu til stuðnings. Ragnar Þór vísar í frétt RÚV frá því í gærkvöldi þar sem kom fram að 10 veitingastaðir hefðu lagt upp laupana á síðasta ári. Rætt var við Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, og Jakob E. Jakobsson, framkvæmdastjóra Jómfrúarinnar. Jóhannes Þór sagði að komandi kjaraviðræður muni hafa mikil áhrif. „Ef við horfum á þær kröfur sem hafa verið lagðar fram um miklar hækkanir á launaliðnum þá er ljóst að veitingastaðir munu eiga erfitt að koma til móts við það eins og staðan er núna.“

Jakob segist hafa heyrt af því að margir staðir væru í vandræðum: „Ísland og Reykjavík og miðbærinn, við erum að bjóða góð verð í alþjóðlegum samanburði, góðan mat, háan standard heilt yfir en auðvitað er aukin samkeppni og það virðist kannski hafa þær afleiðingar að öllum gengur jafn illa eða það hefur harðnað á dalnum, ekki spurning.“

Ragnar Þór segir á Facebook í dag að slíkur málflutningur sé ekki nýr af nálinni og rifjar upp sambærilegt dæmi frá Seattle í Bandaríkjunum: „ Seattle í USA voru lágmarkslaun lögbundið hækkuð í 15$ á tímann. Talsmenn fyrirtækja og ríkasta minnihlutans fullyrtu að fyrirtæki færu á hausinn í stórum stíl, störf myndu tapast, fyrirtæki flytja starfsemi sína úr fylkinu og veitingastaðir gott sem þurrkast út. Þegar þekktur pizzastaður fór svo á hausinn fór orðræðan á áður óþekkt flug. Ekki ólíkt því sem er að gerast á Íslandi þegar fyrirtæki fer á hausinn er „sturluðum kröfum“ verkalýðshreyfingarinnar kennt um og sömu rök notuð um aukna samkeppnishæfni fyrirtækja með lækkandi launakostnaði.“

Hann bætir svo við: „Staðreyndin varð samt allt önnur. Met var sett í opnun nýrra veitingastaða í Seattle og afkoma fyrirtækja í veitingageiranum batnaði almennt mjög mikið.“

Ragnar segir að skýringin sé að stór hluti fólks sem áður hafi ekki átt efni á því hafi loks getað leyft sér að fara út að borða: „Sem varð til þess að eftirspurn jókst mikið og nýjum veitingastöðum fjölgaði, afkoma þeirra sem fyrir voru batnaði og þar með geta þeirra til borga lögbundin hærri laun og greiða sér arð.“

Vandinn sé bundinn við hugmyndafræðina, samfélagslega skaðlegar hagfræðikenningar sem notaðar séu gegn lífskjarabaráttu fólks: „Þeir telja að lausnin sé að veitingastaðir verði bara fyrir ferðamenn og efnameiri Íslendinga og lækka þurfi launakostnað enn frekar til að bæta afkomu þeirra, og fækka þannig viðskiptavinum enn frekar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki