fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Ný stjórn í Svíþjóð ætlar að banna farsíma í skólum

Egill Helgason
Þriðjudaginn 22. janúar 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýja ríkisstjórnin í Svíþjóð hyggst banna farsíma í skólastofum. Ákvæði eru um þetta í stefnuyfirlýsingu  nýju ríkisstjórnarinnar sem tókst loks að mynda með miklum erfiðismunum og var kynnt í gær. Stefan Löfven forsætisráðherra sagði um þetta efni að unnið yrði samkvæmt áætlun um öryggi og ró í skólum – líkt og lesa má á vef SVT.

Áformað er að leggja fram lög um símabannið í haust og gæti það þá tekið gildi í byrjun árs 2021. Þó er gert ráð fyrir að skólastjórnendur og kennarar geti leyft notkun síma í ákveðnum tilvikum – ef nauðsyn krefur.

Ekki er enn komið fram hvort þetta gildir bæði um grunn- og framhaldsskóla, segir í fréttinni.

Bann við notkun farsíma í skólum gekk í garð í Frakklandi í haust – það þykir hafa gefi nokkuð góða raun. Það gildir líka á skólalóðum, enda er eitt markmiðið að reyna að venja börn og unglinga af hinni útbreiddu skjáfíkn.

Net- og hugbúnaðarfyrirtæki stefna sífellt í hina áttina og reyna að hanna leiki, samskiptaform og viðmót sem er ávanabindandi. Það hlýtur að vera eðlilegt að yfirvöld sporni með einhverjum hætti gegn því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Í gær

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir að Bjarni Benediktsson hafi haft forsetaframbjóðanda fyrir rangri sök í Kastljósi

Segir að Bjarni Benediktsson hafi haft forsetaframbjóðanda fyrir rangri sök í Kastljósi