fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Ragnar Þór segir kerfið vera offjármagnað: „Verður alltaf minna og minna til að lifa af á“

Tómas Valgeirsson
Mánudaginn 21. janúar 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir aðeins sextán prósent landsmanna treysta lífeyrissjóðunum. Þetta fullyrti hann í Bítinu á Bylgjunni í morgun og segir að það sé komin krafa frá VR, Verkalýðsfélagi Akraness og Eflingu um að fari fram gagnger úttekt.

Að sögn Ragnars hafa stéttarfélögin þrjú farið fram á þessa endurskoðun við stjórnvöld en engin svör hafa borist enn. Segir hann að um sautján prósent fólks hafi borið traust til lífeyrissjóðanna árið 2016 og þykir honum sláandi að talan hafi farið minnkandi.

Ragnar telur kerfið vera offjármagnað, auk þess að vera of íþyngjandi fyrir bæði atvinnurekendur og launþega. Þá sé sterk eignastaða lífeyrissjóðanna í fyrirtækjum landsins og arðsemiskrafa þeirra þar ekki til bóta fyrir lífskjör almennings.

„Gjaldtaka í alls kyns sjóði eins og lífeyrissjóðina er orðin allt of há. Hún er orðin íþyngjandi fyrir lífskjör almennings frá degi til dags. Bæði það sem snýr að því að hækka iðgjöldin í lífeyrissjóðakerfinu. Þá verður alltaf minna og minna til að lifa af á. Svigrúm fyrtækja til að borga hærri laun minnkar að sama skapi,“

segir Ragnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2