fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Nakið listaverk fjarlægt – þó ekki Adonis

Egill Helgason
Mánudaginn 21. janúar 2019 22:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fornöld gerðist það að kristindómur ruddi sér til rúms og fylgdi honum mikill púrítanismi og óbeit á annarri menningu. Listaverk frá tíma heiðni voru eyðilögð – sumt af því var reyndar klassísk hámenning – og bækur voru brenndar. Við sjáum ennþá merki um þetta á fornum styttum þar sem kynfæri voru höggvin af. Er við horfum til baka skiljum við að þetta var skelfilegt menningarleysi og vandalismi sem fylgdi trúarofsa sem breiddist út um veröldina. Um slíkt eru fleiri dæmi í mannkynssögunni –  en hin löskuðu listaverk fornaldar sem finna má í söfnum heimsin seru sláandi vitnisburður um þröngsýni og heimsku.

Ritskoðunartilhneigingar taka á sig ýmsar myndir – og tíðarandinn breytist. Ólafur Stephensen rifjaði upp á Facebook að þegar hann var ungur blaðamaður á Morgunblaðinu hefði hann skrifað fréttina sem hér fylgir með. Þetta var sumarið 1990. Lögreglan kom og fjarlægði hluta af listaverki á sýningu.

Sýningin var út um allan bæ og nefndist „Fyrir ofan garð og neðan“, var á dagskrá Listahátíðar. Þetta tiltekna verk var í Hallargarðinum við Fríkirkjuveg. Einhver kom auga auga á nekt og lét hneykslast – gerði þartibærum yfirvöldum viðvart. Á þeim tíma var það lögreglan en ekki jafnréttisstofa.

Sá hluti verksins sem var fjarlægður var nakinn karlmaður, Helgi Friðjónsson, stundum kallaður Skjaldbaka – ber ekki að rugla saman við Helga Þorgils Friðjónsson. (Reyndar er nú hermt að málverk af nöktum karli eftir þann Helga hafi verið fjarlægð úr Ráðhúsi Reykjavíkur eftir að einhverjum var misboðið og lét vita.

Niðurlag fréttarinnar hjá hinum unga blaðamanni, Ólafi Stephensen, er nokkuð ísmeygilegt. Ólafur greinir frá því að á ritstjórn Morgunblaðsins hafi orðið nokkur rekistefna út af þessari málsgrein, en Matthías Johannessen ritstjóri hafi talið hana góða og gilda:

„Þess má geta að í horni Hallargarðsins hefur frá 1974 staðið annað nakið listaverk, Adonis eftir Bertel Thorvaldsen, en það er reyndar úr kopar og hefur þess ekki verið krafizt að það verði fjarlægt.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins