fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Lækna-Tómas: „Ég ætla að hætta mér inn í umræðuna um rafsígarettur“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 21. janúar 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Guðbjartsson, læknir, gagnrýnir aðferðafræðina við markaðssetningu rafrettna, en hann birtir mynd af vörum tengdum rafrettum í sjoppu í Mosfellsbæ og nefnir að fjórðungur framhaldsskólanema noti rafrettur daglega:

„Ég ætla að hætta mér inn í umræðuna um rafsígarettur – með mynd sem ég tók í sjoppu í Mosfellsbæ. Þessar umbúðir segja allt um aðferðafræðina við markaðssetningu rafrettna og markhópinn, enda notar nú fjórðungur framhaldsskólanema rafrettur daglega. Er það í lagi? Hversu mörg af þessum ungmennum munu ánetjast nikótíni og byrja að reykja síðar á ævinni?“

segir Tómas og viðurkennir að margir hafi náð að hætta að reykja með því að nota rafrettur, sem sé jákvætt:

„…en það réttlætir ekki svona markaðssetningu. Og ekki segja mér að sú ánægjulega staðreynd að aðeins 4% framhaldsskólanema reyki sígarettur daglega sé vegna rafrettna. Sú jákvæða þróun hófst áður en rafrettur tröllriðu markaðnum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt