fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Þegar Ragnar í Smára fjölfaldaði nektarmyndir eftir Gunnlaug og dreifði á íslensk heimili

Egill Helgason
Laugardaginn 19. janúar 2019 16:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er eitt og annað sem maður fer að spá í þegar berast fréttir um að listaverk eftir Gunnlaug Blöndal sé lokað í geymslu í Seðlabankanum vegna þess að það sýnir nekt.

Í fyrsta lagi – hvernig stendur á því að Seðlabankinn á yfirleitt svona listaverk? Seðlabankinn hefur reyndar lengi verið eins konar ríki í ríkinu – en samt finnst manni eiginlega óþarfi að hann hafi sitt eigið listasafn.

Svo spyr maður um dómgreind þeirra sem taka svona ákvörðun. Var kvartað yfir mynd Gunnlaugs eða fundu þeir þeir það upp hjá sjálfum sér að myndin væri á einhvern hátt ofbjóðanleg?

Hvernig stendur á þessari ritskoðunaráráttu – þessum tepruskap? Er þetta eitthvað nýtilkomið eða eitthvað gamalt sem gýs upp aftur?

Gunnlaugur málaði mikið af konumyndum. Eitt frægasta verkið, Stúlka með greiðu, á sér merkilega sögu hvað varðar tengsl þess við almenning. Ragnar Jónsson í Smára var einstakur fagurkeri. Hann átti þá hugsjón að færa list, bókmenntir og menningu inn í líf Íslendinga.

Ragnar gaf út bækur, beitti sér fyrir tónleikahaldi og vildi lyfta íslenskri myndlist á stall. Meðal þess sem hann tók sér fyrir hendur var að gefa út myndir eftir samtímalistamenn íslenska í vönduðum eftirprentunum. Þessar eftirprentanir komu út á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar – alls voru gefnar út 35 myndir eftir 17 af helstu listamönnum þjóðarinnar.

Margar myndanna urðu fyrir vikið eins konar þjóðareign. Meðal þeirra var Stúlka með greiðu eftir Gunnlaug Blöndal. Ég man að í æsku minni hékk þessi mynd víða á heimilum. Hún var mjög vinsæl. Þjóðin þekkti hana.

Fæstum þótti myndin of dónaleg til að hafa í stofu. Voru þetta þó engir sérstakir frjálsræðistímar.

Ljósmyndina hér að ofan setti vinkona mín ein á Facebook í dag. Hún sýnir innrammaða eftirprentun af Stúlku með greiðu. Tekið er fram að þetta sé af heimili eldri borgara. Svona barst myndin út til landsmanna í stóru upplagi. Í texta um myndina og Gunnlaug Blöndal  á vef Listasafns Reykjavíkur er vitnað í  Björn Th. Björnsson:

„Fyrir [honum] vakir alls ekki að túlka lífið, veruleikann. Hann notfærir sér aðeins svipmyndir hans sem rómantískt yrkisefni, smíðisefni fegurðar, sem á sér í raun og veru hljómgrunn á allt öðru sviði mannlífsins. … Þar á ég ekki sízt við konumyndir hans, en margar þeirra eru óumdeilanleg snilldarverk, þrungnar rósemd og djúpu, ljóðrænu yndi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus