fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Segir Hildi beitta þrýstingi og borgarstjóri sé ábyrgur: „Ég er bara alls ekkert í að verja braggann“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 16. janúar 2019 16:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórhildur Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar og formaður borgarráðs var til viðtals í þættinum Harmageddon í morgun hvar hún ræddi braggamálið meðal annars. Þar sagðist hún treysta borgarstjóra til að leiða þá vinnu til lykta líkt og stefnt væri að.

Þórdís Lóa hefur stigið fram fyrir skjöldu í braggamálinu þegar Dagur B. Eggertsson hefur einhverra hluta vegna ekki treyst sér til þess, en frægt er þegar Dagur komst ekki í Kastljósið vegna flensu, þegar svara átti fyrir braggamálið og Þórdísi Lóa bauðst til að mæta í staðinn, en gat litlu svarað, enda málinu nánast ókunn, þar sem hún og Viðreisn voru ný í borgarstjórn.

Frosti Logason spurði Þórdísi í þættinum hvers vegna hún væri að verja braggamálið, þegar skýrt komi fram í skýrslu innri endurskoðunar að borgarstjóri sé ábyrgur fyrir mörgu á því sem fram fór, seð æðsti yfirmaður borgarinnar, í ljósi þess að hún hafi ekki verið „hugmynd í pólitík“ þegar braggamisferlið hafi verið í gangi.

Því svaraði Þórdís til, að hún væri alls ekki að verja braggamálið:

„Ég er bara alls ekkert í að verja braggann. Mér finnst hann bara afleit framkvæmd.“

Þá var Þórdísi bent á að hún hefði sannarlega varið meirihlutasamstarfið og að Dagur ætti ekki að segja af sér vegna málsins:

„Dagur ber ábyrgð á allri borginni. Hann er æðsti embættismaður allrar borgarinnar. Hann ber ábyrgð á hverri einustu framkvæmd ef þú vilt fara þá leiðina,“

sagði Þórdís þá.

Beitt þrýstingi frá baklandinu

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fór fram á að borgarstjóri viki úr þriggja manna nefnd sem samanstóð af borgarstjóra, Hildi og Þórdísi, en nefndin átti að vinna að úrlausnaratriðum braggaskýrslunnar. Sagði Hildur það ekki trúverðugt að borgarstjóri kæmi að málinu, það væri ekki trúverðugt sökum ábyrgðar hans í braggamálinu. Þegar Dagur varð ekki við kröfu Hildar vék hún sjálf úr nefndinni.

Þórdís Lóa segir að eftir 90 mínútna kynningu um skýrsluna hafi Hildur samþykkt að vera í nefndinni að fundi loknum. Hún segir að ákvörðun Hildar um að segja sig síðan úr nefndinni hafi verið vegna þrýstings frá baklandi Sjálfstæðisflokksins, nokkuð sem Hildur hefur áður neitað þegar borgarstjóri viðhafði sömu orðræðu, en fékk bágt fyrir og var hann meðal annars sakaður um kvenfyrirlitningu.

Um þessa ákvörðun Hildar sagði Þórdís:

„Eftir kynninguna kom ekkert nýtt upp. Þannig að það var nú held ég bara þrýstingur úr baklandinu  sem gerði það…ég hef mikla trú á Hildi…en ég held að það hafi verið einhver þrýstingur úr baklandinu, ég er eiginlega alveg viss um það,“

sagði Þórdís, en nefndi að Hildur tæki þó alltaf lokaákvörðunina.

Sjá einnig: Dagur borgarstjóri sakaður um kvenfyrirlitningu:„Ekki veit ég hvernig Samfylking kemur fram við sínar konur“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“