fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Kolbrún svarar Kolbrúnu: „Finn ég hvorki til heiftar né ofsa“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 15. janúar 2019 12:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Fólks flokksins, lagði til ásamt Vigdísi Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, að senda þyrfti braggamálið til héraðssaksóknara, í síðustu viku.

Af því tilefni skrifaði Kolbrún Bergþórsdóttir harðorðan leiðara í Fréttablaðið í dag, þar sem hún sagði tillögu borgarfulltrúanna einkennast af pólitískri heift og ofsa og óskhyggju um misferli.

Sjá nánar: Segir tillögu einkennast af óskhyggju um misferli:„Offors og heift í garð pólitískra andstæðinga er ekkert nýtt“

Nú hefur Kolbrún Baldursdóttir svarað leiðaranum:

„Málið er kæra nafna mín Kolbrún Bergþórsdóttir að innra með mér finn ég hvorki til heiftar né ofsa ef ég má vísa í orð þín í þessum leiðara. Hér er ekki verið að klekkja á neinum í pólitískum tilgangi,“

segir hún og nefnir að margir séu að velta fyrir sér hvort um misferli hafi verið að ræða í braggamálinu:

„Sveitarstjórnarlög hafa verið brotin, innkaupareglur borgarinnar brotnar og skoða þarf hvort lög um skjalavörslu hafa mögulega verið brotin. Ég sé ekki betur en að siðareglur hafi verið brotnar þótt það teljist ekki refsivert.“

Þá segir hún að borgarstjórn ætti öll að taka undir tillögu hennar og Vigdísar um rannsókn yfirvalda:

„Það er einnig mikilvægt að fela sama embætti að fara yfir niðurstöður Borgarskjalasafns á skjalamálum í málinu þegar þær liggja fyrir. Við verðum að hnýta alla lausa enda og gera allt til að geta byrjað að byggja aftur upp traust borgarbúa á kerfinu og fólkinu sem stýrir því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus