fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Hætti á lögfræðistofunni, þrefaldaði launin á bílaþvottastöð og missti 10 kíló – „Hérna er allt dýrt“

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 13. janúar 2019 09:30

Skirmantas Palaima er bílaþvottamaður og félagi í Eflingu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var 21 árs þegar ég byrjaði að vinna á lögfræðistofum ásamt námi mínu í lögfræði. Ég byrjaði hjá smærri stofum og vann mig upp og var síðustu árin hjá einni af þessum frægu og stóru stofum í Vilníus. Ég var með Mastersgráðuna og vann sem aðstoðarmaður á stofunni þar sem ég gerði meir og minna allt nema kannski að flytja eða verja mál í réttarsal.“

Þannig hljómar frásögn Skirmantas Palaima sem starfar sem bílaþvottamaður. Hann er einn af ótal Íslendingum sem hefur sagt sögu sína á Facebook-síðunni Fólkið í Eflingu en lífsreynslusögurnar sem þar eru birtar hafa vakið gríðarlega mikla athygli

Það er engin ástæða til að breyta þessari frásögn og ætti enginn að láta hana fram hjá sér fara. Frásögn Marteins er svohljóðandi:

„Ég hafði unnið í fjögur ár á stofunni með 80 þúsund krónur Íslenskar á mánuði í laun. Ég vann fram á kvöld og ég sá fram á að þurfa að vinna þannig í nokkur ár ef ég ætlaði mér eitthvað áfram eða upp í þessu fyrirtæki. Á lögfræðistofunni þótti eðlilegt að vinna frá átta til tíu á kvöldin. Þetta var ekki fjölskylduvænt og vinnan var einskonar lífsstíll. Eigendur stofunnar kröfðust meira af mér en ég var tilbúin að leggja þeim í lið og ég hugsaði mér til hreyfings og reyndi meir að segja að sækja um starf hjá Western Union en fékk ekki vinnuna þar, en þá var ég orðin of menntaður fyrir starfið. Ég var fastur í metorðastiga í fagi sem ég vissi ekki endilega hvort að mig langaði að vinna við.

Ég var heima í Vilníus fótbrotin og hafði sagt starfi mínu lausu á stofunni þegar þessi hugmynd kom upp að fara til Íslands. Ég keypti flugmiða og flaug hingað og fékk vinnu við bílaþrif hjá Löðri. Hér hef ég þrifið bíla í sjö mánuði, konan mín er líka komin hingað og við erum hamingjusöm með þessa ákvörðun okkar að fara í nýtt land.

Ég sé oftast glasið hálffullt á meðan aðrir sjá það kannski hálftómt og ég sé fullt af tækifærum á Íslandi. Ég lærði lögfræði en það er að renna upp fyrir mér að ég þarf ekki að starfa sem lögfræðingur. Ég gæti unnið hérna í nokkur ár, safnað og með tímanum opnað mitt eigið fyrirtæki og notað lögfræðikunnáttu mína í kringum reksturinn.

Ég hef misst um 10 kíló síðan ég hætti á lögfræðiskrifstofunni en vinnan í bílaþvottastöðinni þar sem ég hreyfi mig hentar mér vel. Mamma er stærðfræðikennari og pabbi var slökkviliðsmaður í litlu þorpi, og þar sem ég kem utan að landi þá hef ég aldrei verið hræddur við verkamannavinnu. Bílaþrif eru mér líka kunnug þar sem það hefur alltaf verið mín leið til þess að slaka á að fara út að bóna bílinn minn.

Ég er á þreföldu kaupi hérna í bílaþvottinum miðað við vinnuna á stofunni í Vilníus. Við leigjum saman, bróðir minn, ég og konan mín sem er líka komin með vinnu og borgum 200 þúsund krónur í leigu. Við vorum mjög heppin, við þurftum ekki að borga neitt fyrir fram, en bróðir minn fékk íbúðina í gegnum bílaumboðið sem hann vinnur hjá.

Hérna er allt dýrt en samt kemst ég betur af og hef meiri möguleika hérna en í Litháen. Kjarabaráttan er ekki sterk í Litháen. Kennarar skipta sér í fimm mismunandi stéttarfélög sem veikir stöðuna. Í kjarabaráttunni heima var aðeins eitt félag sem vildi fara í verkfall og fór í verkfall í sex vikur. Hin fjögur sömdu bara við stjórnvöld og þegar formaður verkalýðsfélags er líka tengdur stjórnvöldum þá vill hann ekki fara gegn stjórnvöldum.

Auðvitað skapa peningar frelsi en það er líka frelsi fyrir mig að skipta um umhverfi, væntingarnar sem eru gerðar til manns heima eru heftandi, heima er fólk alltaf að spyrja, af hverju ertu ekki komin með börn og fjölskyldu og af hverju ertu ekki að vinna á lögfræðistofu? En við þær aðstæður sem ég lifði við í Vilníus er varla hægt að stofna til fjölskyldu.“

Sjá fleiri sögur um fólkið í Eflingu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Í gær

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG